Saturday, December 5, 2009

Leiðarljós







Á föstudaginn átti ég hádegisstefnumót með elskhuga mínum til fjölda ára á veitingastað sem æskuvinkona mín til enn fleiri ára rekur. Dásamlegt í alla staði.
Í bílnum á leiðinni á ástarfundinn hljómaði "Það verður allt í lagi" með Hjálmum (er ekki viss hvort það heiti það og fann það ekki) og "All you need is love" með þið vitið hverjum.
Ég er að spá í að hafa það alltaf að leiðarljósi...þar til annað kemur í ljós.

3 comments:

Anonymous said...

Ég tek undir með þér elsku Kolla. Gott viðhorf og alveg satt að ástin er grunnurinn að öllu góðu og í lokin það sem skiptir mestu máli. Allt annað á heima einhversstaðar þar á milli og getur annað hvort hjálpað til eða truflað.
-Áslaug (sem verður bráðum mamma og hefur því stórgóða afsökun fyrir svona vemmi- og heimspekilegar staðhæfingar) ;)

ást og hlýja til þín****

Augnablik said...

Svo satt kæra gull*
Já að hugsa sér,aaalveg að verða mamma og ef maður er ekki mjúkur og meyr á þeirri stundu þá veit ég ekki hvenær...nema kannski þegar það fæðist og frekar lengi á eftir;)
Ást og mýkt er það sem koma skal***

Anonymous said...

Heyr heyr!

koss og knús

Selmína