Tuesday, December 29, 2009

FöndurstundFrænkurnar fyrrnefndu gerðu meira en að klæða sig upp í fína búninga og leika helgilegan leik þegar þær stoppuðu yfir nótt.
Þær teiknuðu og máluðu bæði púða og piparkökur og skrifuðu uppskrift af jógúrtdrykk svo eitthvað sé nefnt.
Ég náði ekki að taka mynd af frænkupúðunum áður en þeir fóru heim til sín en þeir voru ómótstæðilega fagrir, trúið mér.

4 comments:

Anonymous said...

Takk innilega fyrir jólakortið... mikið var það fagurt á að líta eins og við var að búast... svo falleg og fín börn :) Hlakka til að hitta ykkur sem allra fyrst.

Vá hvað þetta eru flottir púðar :) ... hvaðan eru þessir litir?

Kv. Margrét

Augnablik said...

Gott það hefur komist til skila og takk sömuleiðis fyrir fallegu börnin ykkar;)Ég styð heimsóknartíma sem allra fyrst...getur ekki einmitt passað að við séum báðar í jólafríi?*

Miklir listamenn sem þær eru.Ég hef safnað þessum litum að mér í gegnum tíðina og keypti í Litum og Föndri á Skólavörðustíg en hef ekki kíkt á verðið nýlega.Ég ætti kannski bara að fela þá aftur;)

Fjóla said...

úúúúúúú ........... en fallegir púðar, sé að dóttirin hefur sömu skreytingarsnilligáfuna og hún móðir sín :) Og áræðanlega mjög gómsætur jógúrtdrykkur sem fékk nýtt líf á þessu frænkukvöldi. Þetta frænkukvöld hefur verið eins og draumi líkast fyrir áhorfendur :)

Fékk líka jólakortið í dag, alltaf dásamlegt að fá fallega útbúið kort frá KMÁ. Svo falleg og fín börnin ykkar tvö og Bambi og mamma hans Hind líka :)
Takk fyrir okkur, ykkar er örugglega bara ennþá einhver staðar á leiðinni :)
xoxo
(word: talvan hefur vitað að ég slugsaði með að senda jólakortin og veit að þau eru ennþá á leiðinni því orðið er entha)

Augnablik said...

Ja sko frænkupartýið+1 frændi náði náttúrulega yfir á næsta dag eins og lög gera ráð fyrir og kvöldið var líka dagur.Elstu frænkunni fannst morgundrykkurinn svo gómsætur að hún bað um uppskriftina(7 ára) og Sölku fannst það auðvitað svo smart að hún gerði það sama;).

Ég hlakka óendanlega til að fá jólakortið ykkar og gaaman að eiga svona glaðning eftir...við erum svo sneðugar***