Tuesday, December 1, 2009

Frjálsar aðferðir

Næstsíðasta dag nóvembermánaðar mátti ég til með að eiga fund með nýkrýndri afmælisstúlku.
Til að sanna hvað við værum sáttar við aldur í og á eigin skinni ákváðum við að fá okkur Irish coffe eins og kerlingarnar sem við munum aldrei verða.
Oslóartréð tendraðist svo fyrir augum okkar og sú norska sagðist ekki erfa það að það að við hefðum kveikt í hinu.
Annarsstaðar voru þrír drengir á hlírabolum í hlýjunni að skreyta piparkökur með frjálsri aðferð.

3 comments:

Anonymous said...

Mmmm takk fyrir þennan ljúfa vetrardag elsku Kolskeggur. Til marks um hvað við erum ekki miklar kerlingar gátum við varla drukkið þennan dísæta rammsterka drykk... (eða er það kannski kerlingalegt?). Ég hlakka annars bara til að verða kerling af því ég á svo skemmtilega vini sem kunna að láta sig dreyma og sjá fegurðina meira að segja í Jóni Sig!
Xxx Fóa Feykirófa

Harpa hreindýramamma said...

Fagur dagur í miðborginni en mér finnst eymingjans blóðuga hreindýrið vera verulega ógnvekjandi. Fegin að það var étið samstundis.

kveðja
Harpa

Augnablik said...

Takk sömuleiðis hjartans Fóa*
Hlakka svo til að verða heit kerling með þér en fyrst þurfum við að láta okkur dreyma fullt í viðbót, láta nokkra rætast og gera allskonar svona semíkelló inn á milli.***

Hreindýrið átti aldrei séns í hlírabolagengið en hver á það svo sem.
Takk fyrir drengina og dásamlegu engiferkökurnar með lífræna mandarínuberkinum;)
Sjáúmst fljóttx