Thursday, December 3, 2009

Hjörtun í mér


Ég var að fletta í gegnum myndir og rakst þá á þessar,teknar í október.
Það var einn morgun þegar við höfðum ekkert sérstakt fyrir stafni að ég vaknaði af værum svefni við ekkert hljóð.
Þegar ég leit inn í barnaherbergi blasti við mér svo fögur sjón.
Undirbúningur afmælis í fullum gangi.
Öllum gestum raðað upp,diskar fyrir hvern og einn, kóróna og innpakkaðar gjafir.
Mér fannst ég þurfa að taka þátt í stemmningunni og útvegaði léttar veitingar og afmæliskertikerti. Með glöðu geði og hita í hjartanu.
Maður má vera vemmó,mjúkur og meyr á jólunum.

2 comments:

Ása Ottesen said...

Ohhh en krúttilegt. :) Algert yndi að vakna við svona.

Love **

Augnablik said...

Best í heimi*
***
Ást og ylur blómið mitt