Wednesday, September 30, 2009

Svo slick..











Brúðkaupsframhald.
Allir glansandi af gleði og dansandi fram á nótt***

Tuesday, September 29, 2009

Postulín






Ég var svo yfirmáta heppin að fá nýja linsu í afmælisgjöf og fannst mjög svo viðeigandi að mynda smá postulínsseríu að því tilefni...já mjög svo.

Monday, September 28, 2009

"Af því að ég á afmæli"










Ég er mikill afmælisgrís og fæ alltaf fiðring í magann þegar það nálgast...bæði mitt eigið og annara*
Og af því að ég er sjálfhverfur afmælisgrís ákvað ég að sleppa því að fara á ættarmót á daginn minn og hafa þess í stað engum öðrum skyldum að gegna en að njóta.
Áður en ég fór að sofa secretaði ég eins fast og ég gat gott veður og hálshæsi burt. Það virkaði ekki og ef veðrið á afmælisdaginn fer eftir hegðun manns eða karakter á árinu er ég í það minnsta margbreytileg.
Söngur,draumapakkar,svignandi morgunverðarborð,gufa,nudd,kaka,kolaportið,plata með frönskum ástarsöngvum,tímaritið bezt og vinsælast,kókosbollur,kaffi,blaðaflett,hvítvín,austur indíafjelagið,fjúk, hreindýrapeysa og kertaljós.
Ástmaður fær 100000... stig fyrir að hafa gert daginn draum í dós****

Friday, September 25, 2009

Himneskt!










Brúðkaup uppáhaldsfrænku 8. ágúst.
Kórsöngurinn var svo himneskur, athöfnin svo yndisleg og brúðhjónin svo einlæg og fögur að ég grét stóran poll á gólfið af tilfinningum og einskærri hamingju***

Tuesday, September 22, 2009

Heimsyfirráð eða dauði?








Hamborgari,innblásnar umræður um heimsyfirráð, kaffi, litrík hús og fagrir veggir gerðu laugardaginn svo miklu betri.