Monday, August 31, 2009

Blátt + rautt= best






Fjólublár hefur verið uppáhalds liturinn minn síðan ég var 10 ára.
Þá fór ég til Bandatríkjanna og fékk fjólublátt Bloomingdales veski og keypti mér fjólubláan samfesting með hvítum röndum sem varð samstundis uppáhalds flíkin mín. Litir eru af hinu góða en þá vissi ég að fjólublár væri sérstakur fyrir mér og það yrði ekki aftur snúið.
Amma mín heitin var með fjólublátt þema í svefnherberginu sínu...fjólublátt blómaveggfóður, fjólublá húsgögn og fjólubláan Furry koll sem hefur fylgt mér frá því ég var 13, gott ef gardínurnar voru ekki fjólubláar líka. Hún var með annað herbergi þar sem appelsínuguli liturinn réð ríkjum með blómaveggfóðri, málningu og mumblum. Fataskápurinn hennar var eins og nammiland á litinn og ég hugsa oft til hennar þegar ég er að missa mig í litalandi*
Síðar málaði unglingurinn ég herberið mitt líka dökkfjólublátt og fannst það töff, þangað til mér fannst ég vera að kafna í pínulitlum kassa (mörgum árum síðar)...gæti samt verið af því að það var líka dööökk blátt. Já, segjum það.
Mér finnst fátt meira róandi en að blanda málningu og þegar nemendur mínir biðja um einhvern sérstakan lit sem ekki er til í túpu, verð ég svo himinsæl og viljug til að eyða aðeins of löngum tíma í verkið.
Rauður er góður og blár líka en saman eru þeir bestir***

6 comments:

Fjóla said...

Sammála öllu :)
Fjólblár er guðdómlegur, appelsínugulur yndislegur en rauður er og mun ávallt vera minn litur, óblandaður. One red one straight up please ....
xxx

Augnablik said...

Já allir eiga sinn allra uppáhalds og svo líka nokkra auka sem bónus...þú ert líka svo mikið uppáhalds enda heitiru nánast fjólublá;)
***

Anonymous said...

Fallegur pistill Kolla mín og myndir. Fjólublár fer þér líka einstaklega vel ... og túrkis reyndar líka :). Þú ert náttúrulega algjört litabarn og falleg í þeim litum sem þú velur þér hverju sinni.

Knús
Bryndís

Augnablik said...

Takk Bryndís gull...þú bræðir mig* Túrkis var nú lengi ofarlega á lista og jei ég vil vera litabarn;)
Kossar
***

Ása Ottesen said...

Alltaf þegar ég sé eitthvað fallega fjólbublátt þá hugsa sé til þín :)

Augnablik said...

Ohhh trendí moli,það er nú aldeilis fallegt***
Ást
xxx