Friday, August 21, 2009

*Geymt en ekki gleymt*Í afmælisveislunni rættist æðsta kökuósk afmælisbarnsins, þegar hún fékk kastalaköku eins og við sáum í blaði á bókasafninu í mars eða apríl. Barnið er snillingur í því að geyma en gleyma ei...aldrei*
Veislan fór afar vel fram. Veitingarnar runnu ofan í mannskapinn, ofurfagrir og velvaldir pakkar voru opnaðir með viðhöfn en einn þurfti að opna á undan hinum því hann var soldið skrítinn að sögn gefanda? Bardagafiskurinn Elding sem kalla má Eyþór sló í gegn og Salka tekur nýfengið gæludýraeigendahlutverk sitt mjög alvarlega og hugsar um hann alveg sjálf auk þess að skipuleggja skoðunarferðir á gripnum fyrir áhugasöm nágrannabörn.
Pakkaleikur, fjársjóðsleit, kisuskott, verðlaun og spaðafimmur!

7 comments:

Fjólmundur said...

Þú ert ammælisdrottningin, litli spekingurinn ammælisprinsessann, húsbóndinn að sjálfsögðu ammæliskóngurinn og Hr. Funheitur ammælisprinsinn, held þetta gerist bara ekki betra !!!

Draumaammælis fyrir draumaprinsessu.
xxx

p.s. ástarþakkir fyrir mjög svo gott hvítt og kaffikvöld um daginn, eða ég meinti um kvöldið. Ávallt unaður og koma í gott spjall til fyrrum Hörpugötueigenda, sem hafa uppgreitað sig í raðhús í fossvoginum, segjum engumm hver á heima þar líka ;)
Þanga til næst, hlakki hlakki ...
xxx

Áslaug Íris said...

Vá vá vá hvað þetta eru fallegar, gómsætar og litríkar myndir og myndefni!! -Heppin Salka! Vafalaust drauma-afmæli sérhvers manns og konu, stráks og stelpu ;)
Love*

Augnablik said...

Hjartans þakkir sömuleiðis elsku Fjóla.Þið eruð yndi sem hrein unun er að umgangast*
Við erum svo fín á því í húsinu okkar...ein stór fjölskylda;)
Takk Áslaug mín,við skemmtum okkur konunglega og Salka var himinsæl***
Kossar og hlýja
xxx

Harpý said...

Litríkt var það, fallegt og skemmtilegt. Magnað afmæli fyrir börnin og ekki síður fyrir foreldrana sem bara sátu og gúffuðu í sig og blöðruðu í áhyggjuleysi. Börnin á fullu i barnaleikjum og verkefnum sem munað er eftir.

Augnablik said...

Takk Happý mín góð...til þess voru leikirnir gerðir;)
***

valborg said...

Hæhæ, rakst inná bloggið þitt eftir að hafa séð svo æðislegar brúðkaupsmyndir á facebook að ég varð að googla aðeins ljósmyndarann ;)
Vildi bara segja þér hvað mér fannst þetta frábærar myndir (einsog reyndar allt líka á þessari bloggsíðu), hugsa að það sé draumur allra að eiga svona fallegar myndir úr brúðkaupinu sínu!

Augnablik said...

Hæ Valborg og takk innilega fyrir falleg orð sem hlýja mér um hjartarætur*
Þú hóar bara í mig á stóra daginn;D