Monday, August 3, 2009

Teboðið













Þegar allir höfðu faðmað og kysst verðandi brúður var hún leidd í teboðið sitt, sem fór fram undir berum himni.
Þar voru bornar fram ljúffengar og heimagerðar veitingar og te drukkið með.
Reynd tespákona var á staðnum og hún tók að sér að spá í telaufin í hjá hverjum og einum. Brúðurinn fékk fyrstu spána sem hefði ekki getað verið fallegri þó hún reyndi...björt framtíð og allt í blóma þar. Margir fengu mjög svo djúpa spá sem nánast leysti lífsgátuna og kom með svörin á silfurfati.
Það er því ekki laust við að maður hafi svitnað aðeins á efri vörinni þegar hún kíkti í bollann.
Mín spá var hins vegar mjög grunnhyggin...það var bara allt morandi í partýum og fólki að dansa og kyssast næstu fjóra mánuði...svo verða hlutirnir eitthvað flóknari skildist mér. Ég hafði það á tilfinningunni að hún væri ekki að segja mér allt, hefði séð eitthvað hrikalegt og væri að segja mér að njóta lífsins á meðan ég gæti.
Ég er mjög dramatískur svipbrigðalesari.
Hvað eru mörg te í því?

5 comments:

Anonymous said...

en fallegt! vá og allir bollarnir og ketillinn æði!
og kolla mín, ég hef enga trú á öðru en að næstu fjórir mánuðir og 80 ár verði neitt annað en partý og gleði hjá þér :)
luv
Selmi

Augnablik said...

Takk elsku blóm ég vona svo sannarlega að þú sért sannspár Selur;)
Ást og ylur
***

Áslaug Íris said...

Vá vá vá hvað seinnihluti er yndislega fallegur! :)
Ég get bara endurupplifað daginn aftur og aftur við að skoða myndirnar.
Og veistu hvaða bíómynd ég get ekki hætt að hugsa um.. "Picnic at Hanging Rock" -mæli með henni:
http://searchingforgold.wordpress.com/2009/06/11/picnic-at-hanging-rock/
:)
Dásamlegt alveg hreint!!
Love,love*
Áslaug

Harpa Rut said...

Allar myndirnar frá þessum degi eru gullfallegar. Gleðin í andlitunum, kjólarnir og bollarnir. Ég held að það sé auðvelt að lesa stemninguna þennan dag af þessum myndum. Brúðkaupið verður líklega engin biðstofubið ef sama fólk á í hlut.

Augnablik said...

Úúú Áslaug ég verð að kíkja á þessa*
Og rosalega gaman að rekast óvænt
á ykkur fögru hjú í gær;)
Já Harpa, þetta verður enn eitt dásemdarbrúðkaupið og ég get ekki beðið!!!
Kozzar****