





Nokkrar vinkonur og litlir vinir komu í súpuboð.
Sölku hafði hlakkað ótrúlega til að fá gestina en vaknaði með stein í auganu að eigin sögn.
"Steinninn" angraði hana mjög mikið og hún gat ekki einbeitt sér að neinu öðru fyrir pirringi í auganu. Hún óskaði þess mjög heitt að pabbi hennar finndi lepp í búðinni, hann reyndi og um stund var eins og henni væri að batna....þangað til hann fann engann lepp. Þá hrundi heimurinn og allt varð ómögulegt. Svaf svo af sér mest allt boðið á meðan gestirnir léku sér á nýjum og spennandi slóðum og voru til fyrirmyndar í alla staði.
Að boðinu loknu var farið á læknavaktina þar sem hún fékk deyfikrem á augað á meðan læknirinn fletti upp augnlokinu og fann pínulítið kusk sem var byrjað að rispa hornhimnuna.
Salka kom því himinsæl heim með lepp fyrir auganu og bleika páskaunga í verðlaun.
Nú óskar hún þess heitast að fá að fara með leppinn í skólann.