Monday, March 30, 2009

Pollís








Laugardagsmorgun. Útbjuggum morgunverð meistaranna: eggjahræru og pönnukökur með hlynsýrópi. Sund og bíó á eftir.
Stæll á manni.
Mæli engan vegin með bláum fíl.
Annars höfum við mikið verið að færa húsgögn til og frá.

Sunday, March 29, 2009

Leppur



Nokkrar vinkonur og litlir vinir komu í súpuboð.
Sölku hafði hlakkað ótrúlega til að fá gestina en vaknaði með stein í auganu að eigin sögn.
"Steinninn" angraði hana mjög mikið og hún gat ekki einbeitt sér að neinu öðru fyrir pirringi í auganu. Hún óskaði þess mjög heitt að pabbi hennar finndi lepp í búðinni, hann reyndi og um stund var eins og henni væri að batna....þangað til hann fann engann lepp. Þá hrundi heimurinn og allt varð ómögulegt. Svaf svo af sér mest allt boðið á meðan gestirnir léku sér á nýjum og spennandi slóðum og voru til fyrirmyndar í alla staði.
Að boðinu loknu var farið á læknavaktina þar sem hún fékk deyfikrem á augað á meðan læknirinn fletti upp augnlokinu og fann pínulítið kusk sem var byrjað að rispa hornhimnuna.
Salka kom því himinsæl heim með lepp fyrir auganu og bleika páskaunga í verðlaun.
Nú óskar hún þess heitast að fá að fara með leppinn í skólann.

Thursday, March 26, 2009

Fyrir augað









Söfnunarárátta er árátta að mínu skapi.
Dag einn í Baxalandi ákváðum við að prófa að fara á strönd sem væri aðeins lengra frá en venjulega. Þegar við fjelskyldan komum upp úr Metróinu blasti þessi moli við. Búð troðfull af góssi,fyndnu,fallegu og gömlu drasli sem var einmitt eins og ég vil hafa það. Samferðafólk mitt hafði hinsvegar hvorki þolinmæði né þroska í svona vitleysu svo ég mátti til með að hlífa þeim, viðkvæmu blómunum sem þau eru. Fór því frekar hratt yfir sögu og tók myndir af því sem fyrir augu bar. Ég var staðráðin í því að koma aftur í góðu tómi með allan tíma í heiminum.
Ég kom aldrei aftur...en ég á myndirnar til að ylja mér við þangað til.

Tuesday, March 24, 2009

Gaur!


Krakkarnir í skólanum nota orðið gaur í tíma og ótíma.
Það er alltaf sagt í upphrópunartón ef eitthvað er merkilegt...eða ekki. Svona,dude!
Ég hélt að gaurinn minn væri með þeim gauralegri í einu og öllu...þangað til ég sá hann ganga á 8 cm hælum. Mjög vel.
Og ég alveg, au Gaur!

Monday, March 23, 2009

Allt á einum stað



Álnavörubúðin í Hveragerði er verslun sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
Þar færðu allt sem hugurinn girnist á einum stað. Allt og meira til.

Sunday, March 22, 2009

Sveitaskrepp










Laugardagsbíltúr í sveitina til vinafólks.
Nýbökuð kryddkaka, spjall,fyrirmyndarbræður og sýnishorn af öllum tilbrigðum af veðri á sama deginum.

Thursday, March 19, 2009

Grábrúngrænt...







...í bland við smá rauðan og appelsínugulan.
Í gær var þoka, hlýtt og úði. Tilvalið í eins og hálfs tíma gönguhlaupahjólaferð, fannst mér. Tilvalið alveg þangað til u.þ.b. 10 mínútum áður en henni lauk.
Í dag fannst mér vorið vera komið..þangað til mér finnst annað.
Í dag var vor og í dag er ég Þorsteinn Joð.