Monday, January 28, 2013

Titrandi tár

Gói bekkjarbangsi fékk að koma í heimsókn um helgina.
Við áttum semsagt að skifa niður það sem á daga hans dreif í þar til gerða bók sem fylgir honum og skila að heimsókn lokinni. Hann dvaldi hjá okkur í góðu yfirlæti og umsjónarmaður hans annaðist hann af mikilli alúð og var fannst mjög mikilvægt að hann upplifði sömu hluti og hann eins og að borða hamborgara, heimsækja ömmu sína, kynnast dótinu hans, horfa á teiknimyndir, hitta ömmu og afa,bursta tennur, fara á bókasafnið og kíkja á kaffihús.
Hann varð samt ótrúlega blúsaður (eiginlega pínu brjál) á kaffihúsinu þegar hann sá að það var farið að dimma og áttaði sig á því að hann hefði eitt öllum tímanum í bænum í staðinn fyrir að leika heima með Góa.
Við skrifuðum svo niður það sem górillan hafði dundað sér við og límdu nokkrar myndir inn því til sönnunar og forráðamaður Góa var himinsæll þegar hann rifjaði upp allar ljúfu stundirnar, væminn á svipinn.
Þegar Funheita barnið var að fara að sofa sagði hann mér titrandi röddu að hann væri bara alveg að fá tár í augun...það hefði verið svo gaman hjá þeim og hann ætti eftir að sakna Góa svo mikið.
Hvorki skap né tilfinningalaus þessi tifandi tímasprengja með titrandi tár á hvarmi.

4 comments:

Bryndís Ýr said...

Haha, dúllan litla :)

Augnablik said...

Já það er hann langoftast;)

Lára said...

Krúttið... Gói heppinn að hafa átt svona góða tíma með Funheitabarninu..

Augnablik said...

Já hann var mjög heppinn að fá mikið af ást og eldheitum tilfinningum*