Sunday, January 6, 2013

Verði ljós

Meira úr gönguferðinni í byrjun desember í leit að efni í verkefni.
Það var svo fallegt veður þennan dag, bjart, stillt og snjóföl yfir öllu. Ég hafði gengið um alein í garðinum fyrir utan eina konu og barn og tekið myndir. Þegar ég gekk yfir í Grasagarðinn sá ég allt í einu ljósin kvikna á hringekjunni og flýtti mér aftur tilbaka að taka myndir af henni uppljómaðri.
Þegar ég ætlaði að notast við hana í myndatöku núna um daginn var öryggið farið og engin ljós, bara rok,rigning og grátt. Sjáum hvað setur.
Ég kem þá bara aftur.

6 comments:

kristinvald said...

En skemmtilegar myndir og í senn eitthvað svo súrrealískar svona á þessum hátíðisdögum :-)

kveðja
Kristín

Augnablik said...

Takk,já það er alltaf eitthvað svo skemmtilegt að sjá þessa ævintýralegu hringekju í miðjum Húsdýragarðinum;)

Ása Ottesen said...

Nææææs...Ég held ég viti hvar næsta lookbook verði myndað :) XX

Augnablik said...

Hah já,það skyldi þó ekki vera;)

Anonymous said...

fallegar myndir -erla

Augnablik said...

Takk fyrir*