Monday, March 7, 2011

Rjómabollubúgí








Á sunnudegi fyrir bolludag er ávallt tekið forskot á bollusæluna og hann fer að mestu í bakstur og bollukjamms.
Ég er fáránlega mikill bolluaðdáandi, fyllist metnaði á þessum árstíma og finnst skylda að borða eins mikið af bollum og ég get í mig látið.
Krakkarnir fengu að setja á sínar eigin bollur og ég er ekki frá því að sonur sæll hafi verið spenntari fyrir bolluumstanginu heldur en jólunum og afmælinu sínu til samans...næstum því.
Og hvað eru margar bollur í því?

7 comments:

Ása Ottesen said...

Nammm..ég fékk bara 3 bollur í dag. Langaði svo í 10 :( Það verður bara næst...Girnilegar þínar..Sluuurp!!

Augnablik said...

Öss já ég verða alltaf að borða að minnsta kosti 10 og þess vegna gat ég ekki boðið neinum í bollukaffi en næst baka ég 100 og bíð öllum...eða bara okkur tveim;)

Unknown said...
This comment has been removed by the author.
Anonymous said...

nammmi nammmm slurp
Ég fékk vatn í munninn að sjá þessar dásamlega girnilegu bollur, jafnast ekkert á við íslensku vatnsdeigsbollurnar með súkkulaði, sultu og fullfullt af rjóma. Þú er ofurmyndaleg húsmóðir Kolskeggur minn kæri.
Hérna í Svíþjóð er bolluæði í gangi þessa dagana, nema þær eru ógó vondar með kardimommusulli... þannig ég læt þessar myndir duga í tilefni bolludags :)
Hlakka til að koma heim eftir nokkra daga of sjá þig og fögru dýrin þín.
xx
Harpa D.

Augnablik said...

Úbb ég get ekki beðið eftir að sjúllast með þér, hey og kannski plotta smá og plana;)
Ég verð samt að særa þig pínulítið með því að segja að ég setti enga sultu þetta árið...bara búðing og súkkulaði og rjóma og karamellukreisí,það vantaði samt rommbúðing sem ég held að fáist ekki lengur. Gömlu konu bragðlaukar,ég veit;)
xxx

theleson said...

have a peek hereMore Help my companypop over to this website weblinkhe has a good point

tavo said...

v7j77j8f48 q6z96s7w12 z2s28g8h72 a7x23u5p30 w5p76p6h02 y1i07k2a35