Sunday, January 2, 2011

Ofurhetjur...
Aðfangadagur var fagur og jólin voru hvít.
Rólegar myndir af aðfangasdagskveldi og ekkert endilega lýsandi fyrir stemmninguna sem var mun æstari á köflum.
Fyndnast fannst mér þegar krakkarnir fengu að velja sér einn pakka eftir forréttinn og sonur sæll var svo "heppinn" að velja pakka sem innihélt 7 nærbuxur...verst að við náðum ekki mynd af svipnum á honum. Þetta voru að vísu ofurhetjubrækur og það bjargaði þeim fyrir horn. Á milli rétta hvarf drengurinn og kom svo sigri hrósandi fram íklæddur hverri nærbrókinni yfir aðra og klæddi sig svo úr þeim einni af annari með tilþrifum. Nú vill hann helst ekki klæðast öðrum nærbuxum og ekki færri en tveimur í einu.
Pakkaopnunin stóð svo yfir langt fram á kvöld og við elskhuginn borðuðum konfekt og lásum jólakort fram á nótt.

No comments: