















Afmælisfögnuður frábærs frænda sem á sama afmælisdag og Elvis, David Bowie og nú síðast dönsku tvíbbarnir. Það skal því engan undra snilligáfu þessa unga drengs sem finnst tölur og tækni eitt það magnaðasta í heimi hér.
...ég vildi að ég gæti tekið myndir með því að blikka augunum
10 comments:
Takk Kolla mín.
Það verður allt svo undurfagurt þegar þín augu fara um það. Ég tek svo undir orð þín og held því fram að einungis snillar hafi fæðst á þessum degi. Hver veit nema að Tindur muni rokka um heiminn í framtíðinni undir listamannsnafninu Mr. Peak.
Takk fyrir okkur frábærlingar*
Mig dreymir ennþá um ljúffengu kræsingarnar sem í boði voru.
Mr.Peak mun tvímælalaust gjöra eitthvað stórkostlegt í framtíðinni,það er ekki spurning um hvort heldur hvenær;)
****
Mmmm, maður á ekki að vera skoða bloggið þitt þegar maður er komin upp í rúm en smá svangur. Nú er sko garnirnar byrjaðar að gaula.
Sjáumst á kaffi tár elskulega mín.
Úff já ég veit þetta er illa gert en matur er bara svo mikið til fyrirmyndar*
Tárið var svo næs og mig langar ennþá í meira kaffi...eins gott að ég á ekki mynd af því;)
Það er alveg magnað hvað ananasbitar verða mikið fallegri og girnilegri þegar búið er að stinga litlum fánum í þá! Þetta ætla ég að prófa um helgina...
fallegur matur þetta.. og tek líka undir skrif hörpunnar um að allt verði svo undurfagurt þegar þú hefur fest það í augnablikinu þínu..
Jæa það er sko ótrúlegt hvað lítið getur gert mikið og fánaskraut er svo frábært;)
Takk elskulegi Lalli minn***
:) æðislegar myndir úr greinilega skemmtilegri veislu. Fær maður fánaskraut bara í bökunardeildinni í Bónus?
:) æðislegar myndir úr greinilega skemmtilegri veislu. Fær maður fánaskraut bara í bökunardeildinni í Bónus?
Já þetta var frábær veisla og veisluhaldarann minnir að hún hafi fengið fánana í Tiger eða Söstrene Grene...kannski fást þeir líka í matvöruverslunum?Maður þyrfti að tékka á þessu;)
Post a Comment