Tuesday, January 25, 2011

Laugardagur til lukku
Laugardagsskírn var eitthvað svo góð hugmynd.
Þá er t.d. hægt að halda hvíldardaginn mjög svo heilagan og borða afganga frá morgni til kvölds.
Skírnin fór mjög svo vel fram og kisi litli getur nú farið að sigra heiminn í eigin nafni. Uppáhaldið mitt var þegar bróðir hans söng einsöng og ég fór að skæla af einskærri fegurðarhrifningu.
Kökurnar voru á skalanum hádramatískar á rósabeði niður í kitchí plastfígúrur og muffins í gervi Tobbu Marínós, kvíðasjúklinga, kalla með yfirgreidda skalla og kanína með yfirvaraskegg. Hugmyndin var að gera einhverskonar bangsa fyrir krakkana en svo fór sem fór og þau borðuðu þetta samt með bestu lyst.

18 comments:

Unknown said...

Þetta eru svo æðislegar myndir hjá þér - elska kósí stemminguna sem er alltaf svo ríkjandi í myndunum þínum! Fær mig til að dreyma.. :)

Ása Ottesen said...

Niiice one Kolla. Grímur Eliasen er töfrandi og heillandi nafn. Gæti ekki farið honum betur.!!

xxx

Viktoría said...

ótrúlega flott og fallegt allt saman. Þú ert snillingur í kökum og skreytingum...jiminn, alveg magnað :)

Augnablik said...

Takk fyrir góðu*
Það er gott að dreyma, við dýrkum Grím og ég er með fetish fyrir kökum;)
xxx

The Bloomwoods said...

Innilega til hamingju með hann Grím litla!
Ótrúlega fallega myndir og hefði svo sannarlega verið til í að bragða á þessum kökum hjá þér haha

Vaka

gudrun said...

Ég elska að skoða myndirnar sem þú setur inná. Hvernig myndavél notaru eiginlega?

kv. Guðrún
www.vinberogvaralitir.blogspot.com

Augnablik said...

Takk Vaka og Guðrún*

Ég nota Canon EOS 1000D

Anonymous said...

Til lukku enn og aftur með fallega nafnið :) ... ég er svo forvitin... hvað lag söng Funi í skírninni? vonandi til á video :)

Við stefnum á hitting þegar við komum heim frá Austurríki. Ég er þegar farin að hlakka til.

kv. Margrét

Augnablik said...

Ahh já hann söng Gull og perlur, veistu hvaða lag það er? Textinn er algjört yndi og jú það var tekið upp;)
Hlakka til að sjá ykkur***

Anonymous said...

Snilli er hann... ég veit ekki hvaða lag þetta er en ég er búin að gúggla það :) Fann hann þetta bara hjá sjálfum sér að syngja við skírnina? Vonandi fáum við að sjá þetta fallega atriði.

Hafið það sem allra best.

kv. Margrét

Bryndís Ýr said...

Til hamingju með daginn ykkar og Gríms litla. Trúi því að dagurinn hafi verið jafnfallegur og myndirnar sýna. Ég hefði líka farið að skæla, þessi börn gera mann svo meyran og glaðan :)

KNús
Bryndís

Augnablik said...

Hann var búin að vera ð syngja þetta svo mikið í leikskólanum og hérna heima og mér fannst það svo fallegt að ég stakk upp á að hann myndi syngja það í skírninni og reyndar þau bæði. Salka var ekki alveg til en hann gerði það ofsa fallega í lokin á athöfninni***

Takk elsku Bryndís, já þetta endar allt í bráðnuðu smjeri;)

Fjóla said...

Til hamingju með hann Grím ykkar, til hamingju með daginn ykkar og til hamingju með litla falega söngfuglinn ykkar :) Ég held ég hefði hágrátið líka yfir svona hátíðlegum viðburði :)
Dagurinn ykkar hefur verið sá allra allra besti greinilega***

Augnablik said...

Takk elsku Fjóla*
Hér er mikil hamingja og dagurinn var ofsa góður;)
xxx

ólöf said...

innilega til hamingju með nafnið elsku Kolla, Grímur er fallegt nafn:)

Augnablik said...

Takk kærlega,það finnst mér líka;)

Anonymous said...

My famіly membегs еvery time
say that I am wаstіng my timе herе at net, but I κnοw I am gettіng
κnοω-how every day by reaԁing ѕuch good aгticles.
Stop by my blog post : www.prweb.com

Anonymous said...

Good гeplіes іn return οf this diffісulty ωith
fiгm аrguments and describing the wholе thing about that.


Alѕo ѵisіt mу blog post ... http://www.sfgate.com/business/prweb/article/V2-Cigs-Review-Authentic-Smoking-Experience-or-4075176.php