Monday, January 31, 2011

Á sokkunum...





Eitt sinn breytti ég 3 hvítum sokkapörum í gula, bláa og bleika sokka*
Líka hér.

Allt í plati





Hallgrímskirkja fær mig svo oft til að hugsa um bókina Allt í plati og atriðið þegar gamli kirkjuvörðurinn hékk á skegginu í klukkuvísunum....

Friday, January 28, 2011

Snúðar með súkkulaði







Eitt það besta við fæðingaorlofið er að eiga stóra og smáa vini sem nenna að hanga með manni og drekka kaffi og borða súkkulaðisnúða... í fyrsta skiptið á ævinni.

Wednesday, January 26, 2011

Heilagar leifar









Veisluleifar eru skemmtilegri en aðrar leifar. Sérstaklega blómin og kökurnar.
Vígða vatnið er svo alltaf plús*

Tuesday, January 25, 2011

Laugardagur til lukku




Laugardagsskírn var eitthvað svo góð hugmynd.
Þá er t.d. hægt að halda hvíldardaginn mjög svo heilagan og borða afganga frá morgni til kvölds.
Skírnin fór mjög svo vel fram og kisi litli getur nú farið að sigra heiminn í eigin nafni. Uppáhaldið mitt var þegar bróðir hans söng einsöng og ég fór að skæla af einskærri fegurðarhrifningu.
Kökurnar voru á skalanum hádramatískar á rósabeði niður í kitchí plastfígúrur og muffins í gervi Tobbu Marínós, kvíðasjúklinga, kalla með yfirgreidda skalla og kanína með yfirvaraskegg. Hugmyndin var að gera einhverskonar bangsa fyrir krakkana en svo fór sem fór og þau borðuðu þetta samt með bestu lyst.

Thursday, January 20, 2011

Rúmlega vaxandi


Lillinn sívaxandi er rúmlega 6 vikna, 60 cm og rúm 6 kíló.
Þessi mynd er 3 vikna gömul og skýjagallinn minnkar með hverjum deginum sem líður*

Monday, January 17, 2011

Batman gerði það!



Föstudagar verða einhvernveginn oftar pizzudagar en aðrir dagar.
Salka gaf bróður sínum Batmanskikkju sem hún hafði útbúið í skólanum og þar af leiðandi varð að mála hann eins og leðurblöku. Leðurblakan var svo skoluð burt og teknar upp frjálsari aðferðir.

Saturday, January 15, 2011

Gott gengi





Vagnarölt og kaffispjall með góðvinkonu.
Fórum að vísu ekki á þetta kaffihús en mér fannst litirnir svo fínir.

Monday, January 10, 2011

Elvis og félagar











Afmælisfögnuður frábærs frænda sem á sama afmælisdag og Elvis, David Bowie og nú síðast dönsku tvíbbarnir. Það skal því engan undra snilligáfu þessa unga drengs sem finnst tölur og tækni eitt það magnaðasta í heimi hér.