Tuesday, September 28, 2010

Nr. 30 grunnlitir + grænn


Vika 30 og haustið margbreytilega.
Ég panika alltaf smá þegar vindurinn feykir laufunum af trjánum og ég sé umhverfið verða allsberara með hverjum degi sem líður.
Haustið er samt vinur minn og mér finnst eins og litla barnið taki hringspörk og heljarstökk í bumbunni.

5 comments:

Anonymous said...

Þó svo að laufin fjúki af trjánum blómstar þú sem aldrei fyrr :) ... þú lítur stórkostlega vel út elsku Kolla og drengurinn augljóslega vex og dafnar í kúlunni sinni/þinni :) Mikið hlakka ég til að sjá hann :)

Kv. Margrét

Anonymous said...

Þú ert svo mikið yndi með þessa fallegu kúlu, æðislegar myndir! Ábba

Augnablik said...

Takk góðu mínar*

Laufafjúkið þýðir líka að það styttist í hann og það er best!
xxx

Anonymous said...

Namm, það er allt fallegt við þessar myndir; litirnir, sjónarhornin, laufin, berin, kjóllinn og að sjálfsögðu þú elsku Kolla. Til hamingju með 30 vikurnar!!
xx
Áslaug Íris

Augnablik said...

Þúsund takk elsku Áslaug***