Wednesday, September 22, 2010

Skrepp







Ég var svo heppin að fá að skjótast til Stokkhólms um helgina.
Aldrei farið til Svíðþjóðar og aldrei verið svona stutt í útlöndum.
Það var yndi. Fékk fylgdarsvein með mér í flug, hitti ástmann minn á viðkomustað og líka vinkonu í fljótandi ostaköku, sá fínar búðir, verslaði dulítið, fékk valkvíða inni í drauma búð, gekk mér nánast til óbóta og át, drakk og skoðaði mér til gleði og skemmtunar.
Ég kem tvímælalaust aftur.
Eins gott að ég tók með mér 3 myndavélar og tók 9 myndir af því sem fyrir augu bar*

2 comments:

Anonymous said...

Ó þú hlýtur að vera að tala um efna-sauma-dúllerí-búðina ... ég fæ alltaf valkvíða í svoleiðis búðum og labba oftast út með ekki neitt.. og sé svo eftir því þegar heim er komið.
Gaman að komast til Svíþjóðar. Ég hef aldrei komið þangað en væri alveg til í svona skrepp ferð :)
xx
Áslaug Íris

Augnablik said...

Já ég er einmitt að meina hana og það var ekki séns að velja neitt nema taka allt með sér svo ég tók bara myndir...eða jú ég keypti mér tvær tegundir af kögri;)

Næst skrepp ég til þín***