Wednesday, September 15, 2010

Næring


Fyrir nokkru síðan fór ég á góðan stað og bætti aðeins í safnið.
Fínasta dúkkustell á 25o kr.gladdi dóttur mjög. Ég gat svo ekki sleppt því að kaupa burðarrúmið á 1500 kr. Litirnir og mynstrið gera það samt að verkum að mig langar eiginlega frekar að klæðast því en burðast með það...ég skal samt burðast með það til að réttlæta og sanna þessi fínu kaup*
Ég (bróðir minn) átti rauðan view master sem áhugasamir og aðeins of æstir fingur höfðu farið allt of hörðum höndum um. Heppnin var því með mér þegar ég fann 2 stk. og fullt af myndum með. Score!
Best af öllu fannst mér samt hvað apakettirnir voru yfir sig spennt yfir þessum gersemum.
Pínu lasin...ég veit.

10 comments:

Anonymous said...

En ótrúlega fallegt burðarrúm! -og allt hitt góssið líka reyndar. En burðarrúmið er meiriháttar, ekki hægt að láta svona fram hjá sér fara!
Kossar**
Áslaug frænka

Augnablik said...

Já ég gat ekki sleppt því að taka það með mér.Það er líka svo ótrúleg vel með farið og fínt.
Einu sinni voru allir lillar í burðarrúmi, mér finnst ég meira að segja muna eftir þér í svoleiðis (líklega voru það systkini þín) og ég held svei mér að það sé komin tími á það aftur ;)
xxx

ólöf said...

VAÁ ég átti alveg eins rauðan View Master..og fullt af svona filmum með disney brotum og alls kyns gleði. Elskaði það, elska það ennþá..algjör snilld:) sá nýtískulegt svona um daginn, fannst það sko ekki jafn sjarmerandi og mitt..

The Bloomwoods said...

Voða krúttlegt burðarrúmið :D

V

Augnablik said...

Haha nei þeir eru nefnilega ekki nærri því eins fínir þessir nýju...lifi nostalgían!;)

Já ég er sjúk í þetta burðarrúm og hlakka til að prófa það*

Sigurlaug Elín said...

Þetta er allt saman alveg yndislega fínt dót. Heppið lítið kríli sem fær að lúra í svona fallegu burðarrúmi!

Fjóla said...

Þú og þinn fjársjóður, held þú sért besti fjársjóðsleitari sem ég þekki, sem gerir þig að sjóræningja og nú skil ég hvers vegna Hr. Funheitur er alltaf í röndóttu tíhíhíhí :)

Dásamlega fagur burðarúm og sonur minn myndi auja sig (það er nefnilega allt AUUUUU þessa dagana) úr gleði ef hann kæmist í View Masterinn og sæi þar þessar fínu ofurhetju justice league myndir. Eru í miklu uppáhaldi hjá kauða ;)

Sweets for my sweets***

Augnablik said...

Já Sigurlaug, ég held að það hljóti að vera ofsa notó og kósý að lúra í svona;)

Hehe þetta hlýtur bara að vera einhverskonar sjóræningjaeðli... þessi skífa var einmitt í mestu uppáhaldi hjá honum og ég dýrka þegar fólk segir auuuu!
xxx

Unknown said...

Ohh hef virkilega gaman af bloggunum þínum. Hef fylgst með í smá tíma núna. Love it :)

Augnablik said...

Takk kærlega*