















Við mæðginin skruppum á útimarkað íbúasamtaka Laugardalsins á laugardaginn.
Ég hef aldrei nokkurn tímann séð annan eins fjölda fólks samankomin til að selja á útimarkaði á Íslandi. Útlandastemmning.
Ég flaskaði algjörlega á því að vera með nægilega mikið reiðufé á mér en gat þó nurlað saman fyrir fuglastyttu, dúk og möppu stútfullri af undurfögrum glansmyndum á slikk.