Tuesday, August 31, 2010
Markaðsglens
Við mæðginin skruppum á útimarkað íbúasamtaka Laugardalsins á laugardaginn.
Ég hef aldrei nokkurn tímann séð annan eins fjölda fólks samankomin til að selja á útimarkaði á Íslandi. Útlandastemmning.
Ég flaskaði algjörlega á því að vera með nægilega mikið reiðufé á mér en gat þó nurlað saman fyrir fuglastyttu, dúk og möppu stútfullri af undurfögrum glansmyndum á slikk.
Thursday, August 26, 2010
Nr. 25 ofurblómstrun og áráttuhegðun
Tuesday, August 24, 2010
Plan B
Ég átti ef til vill ekki menningarlegasta daginn á laugardag en góður var hann.
Planið var að fara á allskyns markaði og uppákomur og taka fullt af myndum af öllu sem fyrir augu bæri. Í staðinn dáðumst við af borginni í hæstu hæðum, ráfuðum nokkurnveginn stefnulaust, fórum á tónleika, hittum vini, borðuðum hamborgara, ég óskaði mér að ég væri í pelsgalla, tók eiginlega engar myndir og enduðum svo í súzíáti í heimahúsi fram á nótt...lét mér nægja að ímynda mér flugelda og glimmer*
Sunday, August 22, 2010
Sælir eru einfaldir...
Ég hef átt fatalit í fórum mínum í langan tíma en fannst það hljóta að þurfa að vera pínu vesen að standa í því að lita flíkur upp á nýtt.
Dag einn fyrir nokkru taldi ég í mig kjark og hófst handa. Til að gera langa sögu stutta þá var það ógeðslega gaman og ég bölvaði sjálfri mér fyrir að eiga ekki meira hvítt og langaði helst að lita allan fataskápinn upp á nýtt.
Leiðbeiningar hér.
Subscribe to:
Posts (Atom)