Friday, June 12, 2009
Seinna elskan
Ég var að leika mér úti í garði um daginn, þegar ég kom auga á fólk hinum megin við limgerðið. Það horfði óvenju mikið upp í loft og allt í kringum sig og virtist vera að leita að einhverju...þ.e.a.s. bláa páfagauknum sínum. Ég kíkti aðeins eftir honum og heyrði að unglingsdóttirin var að panika yfir ástandinu. Faðirinn sem var mjög svo yfirvegaður, sagði á sinn föðurlegasta og yfirvegaðasta máta að þau gætu ekkert annað gert en að halda áfram leita. Og ég dáðist að honum.
Hún:"Pabbi ert ekki að gríínast, hann deyr úr hungri"!
Hann (en svo yfirvegaður): "Nei elskan mín, hann deyr úr kulda...seinna".
Þögn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
leitt með fuglinn..
En ég hló samt smá...
Ég segi sjálfri mér bara að þau hafi fundið hann og þú ert betri en ég...mér fannst þetta eiginlega mjööög fyndið eða sko kannski frekar hvernig hann sagði það hehehe.Illa innrætta ég.
Post a Comment