Monday, June 15, 2009

Stóri
Frændi okkar sem hefur hlotið viðurnefnið "stóri" fyrir aftan nafnið sitt, hélt upp á 3 ára tilvist sína á sunnudaginn með heljarinnar húllumhæi.
Kisukökunni var breytt í hákarl í stíl við þemað,pöddur skriðu um allt borð,afmælissöngurinn sunginn undir harmonikkuleik eins og lög gjöra ráð fyrir og afmælisdrengurinn sjálfur lék á alls oddi.
Að loknu áti og pakkaopnun færðist fjörið út...í næsta kafla*

2 comments:

harpa rut said...

Spennan er ógurleg. Hlakka til að sjá fjörugri hluta teitisins þar sem fullorðna fólkið barðist við börnin.

Stóri er sérlega sáttur við sig og situr í kisustólnum með eðluátfittið, mjög sáttur. Arr!

Augnablik said...

Hehe já, ég held samt að ég hafi aðallega verið að taka myndir af einhverjum rómantískari mómentum út í móa og sonna áður en fjörið hófst fyrir alvöru.Þið náðuð samt baráttunni við börnin sá ég og gott betur en það;)
Gott að hann er glaður risikisi.
xxx
Póstur til þín*