Wednesday, June 24, 2009

Hvernig ER lífið?


Dóttir góð á það til að spá og spekúlera um lífið og tilveruna...eiginlega bara mjög mikið.
Um daginn var hún að tala við pabba sinn og segir: "Hvernig ER lífið...hvernig byrjar lífið? Er allt svart eða byrjar maður dáinn og lifnar síðan við eða?" Hvað gerist þegar maður deyr, verður allt svart eða fer maður til himna og verður með englunum og Guði"?
Pabbinn: "Jaaa, það veit enginn alveg hvað gerist þegar maður deyr".
S: Jú tveir...Guð og Jesú.
Það er eitthvað svo einfalt og fallegt við barnatrúnna.
Eitthvað sem ég vildi að maður gæti haldið í alltaf.
En ekkert er eilíft og alltaf bætast nýjir englar við.
Svo mikið vitum við.

6 comments:

Anonymous said...

Vá, en fallegar og einlægar vangaveltanir.
Hún er gömul sál hún Salka.

x
Áslaug

Anonymous said...

Úff kannast afar vel við þessar heimspekilegu hugsanir ungrar stúlku, stundum á ég því miður ansi fá svör og langar einmitt ó svo mikið að halda í e-ð einfalt fallegt og gott.

:*
Selma

Augnablik said...

Já hún er mjög svo einlægur spegúlerari og spáir í ótrúlegustu hlutum sem fá mann til að hugsa.

Þessar stúlkur eru gull en stundum væri gott ef það fylgdi leiðarvísir með svörum við öllum spurningum alheimsins..æ næ annars,það væri ekkert gaman...spáum aðeins meira*

Ást og ylur
***

Fjola said...

Hún er mikill snillingur hún Salka, heimspekingur á uppleið :) Svo svo skemmtileg :)

Lára said...

alveg krútt þessi litla snúlla..
pæli pæli pæl..

Augnablik said...

Hún heyrir allt, spáir í öllu og er eitthvað einstaklega meðvituð um tilfinningar sínar,litla skinnið mitt ;)
Kizz*