Thursday, June 11, 2009

Brillup partur II.."ég er fyrir aftan þig"
Fegurðin hélt áfram og ég var hálf vælandi allan tímann.
Sátum á grasinu með drykk,spjölluðum,horfðum yfir vatnið og nutum sólarinnar og félagsskapsins.Og af því að ég er eilífðarnörd náði ég að ruglast á elskhuga mínum og bláókunnugum manni, skokkaði á eftir honum og sagði "ég er fyrir aftan þig!" (með svona hressri júllíhæ röddu).Sem betur fer hélt ég á kúskúspotti...annars hefði ég verið vís til að slá í rassinn á honum um leið.Þetta er heldur ekkert í fyrsta eða annað skiptið sem ég ruglast. Lærdómur dagsins er því að horfa í augun á fólki í stað þess að einblína á rassinn.
Ég er ennþá að söngla japanska báráttusönginn,vinkonusönginn, dást að öllum hjartnæmu ræðunum,kökunni,matnum og brúðhjónunum...og tárast;)

10 comments:

Lára said...

Faaalllegt..

Fjóla said...

Oh, þetta hefur alveg verið bara draumabrúðkaup.

Elska framhaldssögurnar þínar ...

knuzzer :*

Augnablik said...

Ú já þetta var draumur í dós,fegurð og hátíð fyrir öll skilningarvitin í einu (dramatísk?;)*

Takk fyrir Fjólublá...þú ert sko uppáhalds liturinn minn!
xxx

Anonymous said...

ííí æðislegt Kolla. Svo fallegar myndir. Hlakka til að sjá allar hinar við tækifæri!

Takk fyrir yndislega samveru

Bryndís

Augnablik said...

Já takk fyrir dásemdar samveru...við Jurgen fengum ekki hamborgarann en við Bjarki fórum að ráðum þínum (til eiginmannsins) og fengum okkur ristað brauð..með túnfisksalati og borðuðum úti á svölum og hlustuðum á fuglasönginn*
Einhvern tíman fáum við okkur hamborgara saman ;)
***

Ása Ottesen said...

Guðdómlegar myndir :)

Anonymous said...

Já, ekki spurning Kolla, hamborgari skal það einhvern tímann vera!

Bryndís

Augnablik said...

Takk lover...vildi samt óska að ég hefði líka verið með stóru góðu með mér;)

Játs fáum okkur hamborgararass og hlustum á fuglasönginn mmmm
***

manuscript72 said...

wow, these are beautiful. your photos always seem to blow my mind. i want the photo of the three people by the lake hanging on my wall!

Augnablik said...

Thanx manuscript...you always say the nicest things;)
xxx