Thursday, June 18, 2009

Mánudagsdrama











Við mæðgur áttum mjög svo góðan frídag saman á mánudaginn.
Sátum á bæjarbekk frekar snemma morguns miðað við okkar stíl,skoðuðum mannlífið, gengum laugarveginn þveran og endilangan, leituðum að kisum,skoðuðum í búðir, fórum á bókasafn og enduðum í pönnukökum og kaffi hjá góðvinkonu.
Þegar Salka var svo að fara að sofa sagði hún: "Mamma það var bara fínt veður í dag akkuru málaðiru ekki húsið ,þú ert svo draaamatísk"!!! Svo skellihló hún að eigin fyndni. Ég alveg "já segir dramadrottningin" og hún alveg "sá er það sem segir það síðast" og ég alveg "iiii sömuleiðis og spegill" og hún alveg "face"!

4 comments:

Anonymous said...

hehehe en sætt, þið eruð sætar mæðgur. Ábba

Augnablik said...

Hún gæti orðið dáldið skringjó að hanga með mér í allt sumar...við báðar ;)
xxx

Fjóla said...

Það er sko bara ekkert að því að vera skringjó, bara gott og gaman :)

Þið eruð heppnar að geta hangið saman í allt sumar :)

XXX

Augnablik said...

Já auðvitað er það miklu betra og við erum sannarlega hjeppnar steikur;)
***