Friday, February 13, 2009

Undir regnboganum











Föstudagurinn 13.
Átti pantaðan tíma hjá lækni í dag...bara laust þennan dag og ég man ég hugsaði, fjárinn ekki þennan dag! Held samt að ég sé ekkert mjög hjátrúafull..bara þetta týpíska að banka í við ef ég segi aldrei, ekki labba undir stiga og svoleiðis smotterí. Reyndar aðeins meira en það og skrýtnara, en samt.Ég var ekkert hrædd í dag af því að ég sá heilan regnboga og keyrði undir hann. Fann svo fínustu vínilleikföng á slikk, fór ásamt fjölskyldu á myndlistarsýningu hjá tengdaföður og okkur var boðið í heimagerðar pizzur hjá frábæru fólki.
Allt undir regnboganum og ekki vitund ólukku.

4 comments:

Anonymous said...

Og elskuleg vinkona mín eignaðist gullfalleg blúnduprinsessu þennan frábæra dag svo hann er síður en svo til ólukku. Og hefði ekki verið ævintýralegt ef það hefði nú gerst undir regnboganum :)

Augnablik said...

Vá það hefði verið ótrúlega smart að fæða barn undir regnboga..tja tvímælalaust lukku.Set þetta á to do listann minn ;D
ÁSt og endalaus lukka
xxx

smartheit said...

stórkostlega fallegt blogg - takk fyrir mig!

Augnablik said...

Takk sömuleiðis ;)