Saturday, February 7, 2009

Úbbs!!!Þegar ég sótti dótturina í skólann á föstudaginn mætti mér glottandi starfsmaður.
"Salka er rosalega dugleg að segja frá því sem gerist heima hjá sér"
"Jaaá" sagði ég og vissi ekki á hverju ég ætti von.."hún er frekar frásagnarglöð"
Konan hélt áfram hálfhlæjandi..."já hún sagði mér að alltaf þegar pabbi hennar skipti um föt þá syngji hann ég er með typpi,ég er með typpi"
Ég hitnaði í framan og sagði: "Ehh sko það er nú ekki satt" og til að reyna að bæta ástandið.."Hehe, um daginn sagði hún einmitt leikfimikennaranum að hún væri að hætta í skólanum, bara að taka smá pásu af því að við værum að fara að flytja"
Henni var greinilega frekar skemmt og hélt áfram: "Ég sagði henni að svona væri þetta bara..strákar væru með typpi en stelpur ekki".
"Hehe já einmitt" sagði ég og kvaddi.
Salka hafði verið uppi á meðan þessu stóð en þegar við komum út í bíl ákvað ég að spyrja hana út í þetta á léttum nótum...Salka kom af fjöllum og sagði: "Ha,nei ég sagði að alltaf þegar pabbi væri að skipta á Funa þá segði Funi þetta "...Starfsmaðurinn talar íslensku en aðeins bjagað svo það gæti útskýrt misskilninginn..skipta um föt, skipta á Funa bahahaha!
Ég flissaði alla leiðina heim.

9 comments:

Anonymous said...

Vá hvað ég hló hátt og dátt, algjör snilld svona misskilningur. Takk fyrir okkur í dag, kjólinn er algjört æði.
Ábba

Augnablik said...

Hehe já það er nú gott að geta hlegið að þessu, ég veit að ég er búin að flissa og skella endalaust upp úr við tilhuxunina..sérstaklega sönginn og já ég ímynda mér dans með ;D Pabbanum var hins vegar ekki alveg eins skemmt og hugsar nú upp leiðir til að komast óséður með barnið í skólann á morgnanna múhaha;D
Jei gott að þér líkar hann..kannski soldið stór en ég held að hann sé einn af þessum sem hún getur notað frá skósíðum þangað til hann verður að míníkjól ;)
Já Kolla og aðeins meira blablablaaaa
Bæjjj í bili
xxx

Anonymous said...

Hahahahaha..
Hló alveg upphátt í þetta skiptið..
Algjört gull..

Takk annars fyrir kvitt í gestabók.. get ekki betur séð en það hafi bara verið í stíl við þig.. þ.e. svona langt og mjótt..

Augnablik said...

Já þetta er sko moli...og takk fyrir að segja að ég sé löng og mjó,það hefur náttlega ekkert með háu,háu hælana að gera hehe;)

Anonymous said...

híhíhíhí, nú skellti ég upp úr .....
Svona misskilningar eru svo fyndir, fyrir suma að minnsta kosti hehe. Það verður gaman fyrir Bjarka að mæta þessum kennar næst hahahahaha ...... Hvað ætli fari um huga kennarans þá, nú kafna ég aftur úr hlátri híhíhí .....

Augnablik said...

Það verður spennandi að sjá hvernig hann nær að vera ósýnilegur það sem eftir er af skólaárinu ;D Ég mæti hinsvegar afar sýnileg,enda stolt af mínum tippadansmanni hehehe

Anonymous said...

hahahahaa vá hvílíki misskilningurinn, ég alveg hló upphátt núna. snilld
Selmi litli

Augnablik said...

Já eymingjans maðurinn..ég var annars að fatta að typpi er auðvitað með yppsilon..greinilega ekki búin að skrifa þetta nógu oft í gegnum tíðina. Þetta kenndi mér þá ýmislegt eftir allt saman og á mjög svo skemmtilegan hátt;D

Bjarki said...

Jæja það er allavega gott að einhverjir hafa hafa gaman af þessu og geta hlegið hehe...en júúú þetta er frekar vandræðalegt.

-(typpamaðurinn)