Wednesday, February 11, 2009

Hetjur







Á heimili móður minnar leynast ýmsir gullmolar sem gaman er að grufla í og leika með.
Í minningunni er He-Man aðalmaðurinn og ég fór oft í heimsókn til nágrannavinar míns að leika í He-Man kastalanum hans sem var svo miklu meira spennandi en Barbí.
Þekkti hann samt enginn þegar hann var kominn úr að ofan, svona eins og þegar superman Clark tekur af sér gleraugun? Klassík.
Donkí kong ,Mario Bros og Pac-Man styttu manni ófáar stundir og það endaði með því að bræður mínir voru svo elskulegir að gefa mér Nintendo tölvu í jólagjöf þegar ég var 14 ára...en ekki áður en þeir höfðu prófað hana vel og vandlega og týnt leikjunum sem fylgdu með. Hetjurnar mínar.
Smá upprifjun og boðskapur ;)

8 comments:

Anonymous said...

Oh já, He-Man, The-Man !!!
Frændi minn átti einmitt kastalann hans og kastalann hans Skelitors og bara milljón kalla og ég elskaði að fara heim til hans að leika við þetta :D Miklu skemmtilegra en allt !!! Láta He-Man og She-Ra kissast og svona hehe, öfga framandi !!!
Átti einmitt líka svona nákvæmlega eins Super Mario Bros tölvuspil, og Donkey Kong og ekki eins Pac Man spil en gullt, stórt og hávært var það og þetta lifir allt saman enn.
Var reyndar ekki svo heppin að eignast Nintendo tölvu en fór þeim mun oftar í frændaheimsók til að leika við He-Man og spila Super Mario í Nintendo ...
Oh, the good old days ....

Augnablik said...

Það var eitthvað svo mikið græja þessi kastali,hægt að skjóta einhverjum upp í loft minnir mig og allskyns svona eitthvað. Ég er enn að reyna að fyrirgefa syni mínum að hafa slitið fæturna af He-Man kallinum mínum búhú.
Ógeðslega mikil læti í þessu gula og já bræður mínir voru voða góðir að gefa mér tölvu..held hún hafi svo verið gefin einhverjum litlum frændsyskinum. Hvar ætli hún sé í dag..á haugunum kannski? uhuhuu
xxx

Ása Ottesen said...

ú meeeeeeennn!!!!! Þetta er æði. Mamma þín er snillingur að geyma svona mikið. Elskaði He-Man og allt hans lið. Átti hann svo ekki hund?? Minnir það.

Sjáumst á Lárusnum :)

Anonymous said...

ó vá en æði að geta skoðað þetta svona heima hjá sér, sammála ásu, mamma þín er geymslusnillingur. Vildi að ég ætti alla þessa nostalgíu enn til :)

selms

Anonymous said...

Já mamma er sko snillingur í að geyma,sem betur fer.Þetta er stundum eins og hálfgert Árbæjarsafn og ég dýrka það að geta bara huxað um eitthvað gamalt og gott og fundið það..ja allt nema föt.Hún hefur verið furðu dugleg að losa sig við þau. Tengdamóðir mín sér um þá deild..jesss!;D
Var þetta ekki stór hrædd kisa sem breyttist í hugað tígrisdýr?
Sjáumst í kveld
xxx

Anonymous said...

Ég man ekki eftir neinum hundi en ég lék mér ansi oft með He man og alla hans félaga hjá honum Frosta frænda mínum...
Hann átti bæði góða og vonda kastalann píurnar og bara allan pakkann.

Augnablik said...

Væri nú alveg til í að komast í þær gersemar og píurnar..úlalaaaa. Strákarnir gátu leikið sér með þær en ekki Barbí hmmmm spes.
Ást
xxx

Anonymous said...

Most ladieѕ get stretch mагκs at some point іn
theіr lives from having a chilԁ.



Here is my web site :: http://www.prnewswire.com/news-releases/trilastin-review-and-latest-coupon-code-savings-released-at-awesomealldaycom-190256601.html
My webpage :: www.socialtek.info