Saturday, February 14, 2009
Rokkandi rómantík á rósrauðu skýi...í sleik
Sorrý...var bara að prófa mig áfram í löngum titli á ógisslega kúl unglingabók.
14 myndir í tilefni 14.febrúar sem var ekkert rómantískari en aðrir dagar. Fíla það.
Fórum á heimsdag barna (hvorki meira né minna) í Gerðubergi. Þar var hægt að skoða og bralla ýmislegt í tilefni vetrarhátíðar og jú heimsdags barna.
Litli fékk svo að hjálpa pabba sínum við matargerðina og það var reyndar frekar rómantískt móment.
Ég styð ást alla daga.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Rosa titill !!!
Þetta hefur án efa verið jög skemmtilegur barnadagur þarna í Gerðubergi, svo margt skemmtilegt oft þarna ....
Og Funheitur bara strax orðinn heitur í eldhúsinu, þetta hefur örugglega verið enn betra fyrir vikið því litlar hendur töfra fram margt svo gott ó gómsætt hehe ...
Hehe já rómantíkin stakk mig beint í hjartastað...svona eru bara allir titlar á unglingabókum í dag, allt í hasar og sleik ;) Það er annars ágætis titill líka hoho.
Já mjög svo gaman í Gerðubergi og við reynum auðvitað að halda matargerðinni í karlleggnum. Mexíkanska súpan smakkaðist dásamlega en myndaðist ekki eins vel ;)
xxx
Post a Comment