Wednesday, February 4, 2009

Taska,taska...
Ég hef alltaf verið veik fyrir töskum og á orðið ágætis safn.
Enda samt einhvernveginn alltaf með þær sömu, þessar stóru sem rúma allt..standardinn er að það rúmist eins og eitt snyrtiveski,hvítvínsflaska,bleyjur, blautþurrkur,myndavél og sími (þegar ég gleymi honum ekki) og allt umfram það er plús.
Einhverntíman rakst ég á síðu þar sem fólk skannaði innihald töskunnar sinnar og sendi inn. Mjög skemmtilegt en ég get með engu móti munað hvar þessi síða var. Ég ákvað að sturta úr töskunni minni og sjá hvað þar var að finna. Auk þessa er alltaf að minnsta kosti ein myndavél. Neðst á botninum fann ég svo glerkúlu,Viddafót,Milhouse og brjóstsykur sem ég bætti við síðar.
Þetta var taskan mín þennan daginn ;)

5 comments:

Anonymous said...

Sniðug hugmynd, það leynist alltaf e-ð sniðugt á botninum í töskunni mans sem hefur leigið í leyni í þónokkurn tíma.
Og er sammála þér með töskustærðina, það þarf ansi mikið að komast í mína tösku, og hún þarf að sjálfsögðu að vera enn stærri nú til að rúma fínu, fallegu og stóru myndavélina hehe.
Ótrúlega falleg kisubudda og hvernig fer maður alltaf að því að vera með endalausar kvittarnir út um allt ???

Flott taska taska ....Taska sem geymir í sér allt sem þú setur í, verndari góðra, skemmtilegar og leynilegra hluta :D

Rembingur :*

Augnablik said...

Já þessi síða sem ég man ekki hvernig eða hvar ég fann var líka ofsa sneðug. Taskan mín var nú furðu settleg í þetta skiptið, oft er hún troðfull af allskyns skringilegheitum, já og myndavélum ;D
Það er nú líka alveg spes hvað maður er tregur að henda miðum.
xxx
Margir,margir... kossar

Ása Ottesen said...

Magnað hvað maður getur troðið endalaust í þessar töskur...Mér finnst mest pirrandi þegar síminn hringir og ég FINN HANN ALDREI!!! Þá bölva ég öllu draslinu sem er í töskunni...En sími er bara sími..Hverjum er ekki sama þó maður svari ekki alltaf öllum. :)

Anonymous said...

mér finnst skóáburðurinn bestur, það er e-ð sem er nauðsynlegt að bera með sér allan daginn, svona eins og hvítvínsflaskan ;)
annars verður að segjast að mín taska er ógeð boríng miðað við þína og rúmar varla hvítvínsflöskuna. en samt finn ég aldrei símann minn!

Anonymous said...

Já það er sjúklega pirró að finna ekki símann..oftast er ég þá ekkert með hann;) Nú eða þegar mar er að keyra,þá bölvar maður risa töskunni.
Skóáburður er algjört grunvallaratriði rétt eins og hvítvínsflaskan..smíðakennarasyndromið, ég tek það mjög alvarlega sjáðu til ;D
Mikil ást og ylur
xxx