Monday, February 16, 2009

Heppin!







Elías bangsi átti í þykjó afmæli í gær.
þegar ég fór á fætur var mamma hans búin að pakka svo fínt inn fyrir hann gjöfum að ég ákvað að taka þátt í gleðinni og skellti restinni af frostnu kökunum í ofn.
Eins vemmilega og það gæti hljómað þá var svaka stuð í afmælinu..afmælissöngurinn sunginn og einn fór hjá sér eins og lög gera ráð fyrir, blásið á kertin, pakkarnir opnaðir og meira að segja boðið upp á andlitsmálningu..össss!
Það þarf svo ekkert að minna mig á hversu oft ég hef myndað möffinsform..þau eru bara svooo faggleg á litinn!

7 comments:

Ása Ottesen said...

Það eru alltaf myndir af kökum og öðru góðgæti hérna inni, fæ alltaf hunguverki og slef í munn þegar ég skoða síðuna þína :) Sleeeeeeeeeef sleeeeeeeeef!!!

Anonymous said...

ég var svo einmitt og akkúrat að hugsa um þessa píningu sem möffinsformin þín eru - MIG LANGAR ALLTAF Í MUFFINS ÞEGAR ÉG SÉ ÞAU!!!
slurp
heppin börn að eiga svona frábæralega hressa mömmu sem gerir ó svo margt ævintýralegt og skemmtilegt með þeim :)

Selmi

Anonymous said...

Þið eruð svo yndislega krúttleg..
Örugglega eitt það skemmtilegasta í heimi að vera bangsinn, dúkkurnar og dótið í ykkar fjölskyldu...
Knús á ykkur krúttin mín.

Fyndið að ég hugsaði einmitt um formin þegar ég skoðaði myndirnar.. þ.e. áður en ég las og ég hugsaði einmitt þetta.. þau eru mjög falleg.

Anonymous said...

Formin eru ávallt augnayndi :D

Heppinn þessi 3ja ára bangsi að vera í ykkar fjölskyldu, vildi að ég væri bangsinn ykkar, bara gjafir og kökur við hvert tækifæri.

Segi eins og hinar, maður er komin með einhverja matarást á síðunni ykkar og ykkar bara hehe ....

Tilvera ykkar er undalegt ferðalag .... ;)

Anonymous said...

Ehh já þetta kökufetish fer alveg að verða vandræðalegt...deigið er bara svo gott umm já og kökurnar alls ekki sem verstar. Það skemmir svo aldrei fyrir að hafa þær í fallegum formum.
Kannski var "hressa" mamman með samviskubit yfir því að hafa sofið lengi..kannski?;)
Kossar,ást og hlýja til ykkar gullin mín...ég ætla sko að gefa ykkur köku næst þegar ég sé ykkur!
xxx

Anonymous said...

þetta er fallegt og skemmtilegt blogg!
næstum eins gaman að skoða það eins og að dansa við þið á troðfullu hommadiskó með risahvítvínsglas!
love St.S

Augnablik said...

Ohhh takk,nú get ég ekki huxað um annað en einmitt það...get ekki beðið!
Ást
xxx