Thursday, February 5, 2009

Fullorðin




Síðasta laugardag buðum við okkur í síðdegiskaffi til miðjubróðurs.
Planið var að prófa nýju kaffigræjuna sem hann hafði keypt "notaða" og gefið konu sinni í jólagjöf. Vinnufélagi hans hafði fengið græjuna í brúðkaupsgjöf og notað u.þ.b. tvisvar...bróðir minn fékk hana svo á spottprís.
Karmellufrappuchinoinn fór mun betur í mig en tvöfaldi latte-inn um daginn og vöfflurnar og kökurnar runnu líka mjög svo ljúflega niður.
Kaffiboðið rann svo saman í kvöldverð og við fengum okkur dýrindis kjúklingarétt í eftirmat...af því við erum fullorðin og við megum það.

2 comments:

Anonymous said...

uuuummmmmmm ..........
karmellufrappochino ............
hvernig bjóstu hann til ???
þarf endilega að fara að finna upp á mínum eigin karlmellufrappochinu og endurheimta svo remtach á einum á Starbucks svona einhver tímann i náinni framtíð ;) hann var svoooooo góður ......
:*

Augnablik said...

Játs, ég held að hann hafi verið nokkuð nærri lagi þessi. Kaffi með klaka í blandarann, bæti við karamellusýrópi sem fæst held ég í te og kaffi eða kaffitári..örugglega bæði,smá mjólk, fullt af klökum. Hella í glas og þeyttur rjómi og karamelluíssósa ofan á..það held ég nú,haaaaaa!
Allt þér að þakka, ég hefði kannski verið í Baxe allan þennan tíma og aldrei smakkað ef þú hefðir ekki komið;D
Til í rematch hvenær sem er og við ferðumst saman um heimin í leit að hinum fullkomna frappo mmmm
xxx