Wednesday, February 25, 2009

Átján bræður?






Í dag er fyrsti dagur nýs árs í Tíbet.
Í dag er líka öskudagur og því tvöföld ástæða til að fagna.
Það er sagt að öskudagur eigi sér átján bræður og þess vegna gæti verið von á kulda og frosti víðs vegar um land næstu 18 daga? (þessi fróðleikur er í boði 10 frétta..eins og ég kann annars illa við þær).
Salka var löngu búin að ákveða að vera indversk og mjög þægilegt að redda því. Litli vildi ekkert gefa uppi um hvað hann ætlaði að vera enda ekki alveg með á öskudagsnótunum.
Tók því skyndiákvörðun um að láta verða af ljónabúningi rétt fyrir svefninn. Mér til mikillar furðu fékkst hann til að klæðast honum...með mjög sannfærandi mótmælum fyrst en svo ætlaði ég ekki að ná honum úr aftur.
Hjúkket og jess!!

6 comments:

Anonymous said...

Kolla mín.. ertu að segja að þú hafir saumað þennan búning?

WTF...

Þau eru æði..

Anonymous said...

Jamms,saumi,saum;)
Sé þig í kveld
xxx

Unknown said...

ég kannast eitthvað við þennan makka á ljóninu ? :)

Anonymous said...

...einmitt, best að skella í einn ljónabúning kortér í háttatíma! Snillingur! :)

Okkur Jürgen tókst ekki einu sinni að mastera einn lousy bófa fyrir svefninn! Ertu með námskeið?

Kv. Bryndís

Anonymous said...

ja hérna hér, þú ert laghentar en ......
Þú ert alveg hreint ótrúleg, ekkert mál að hrista bara eins og tvo búninga fram úr erminni ....
Mín voru ekki svo heppin, eiga ekki svona hugmyndaríka og handlagna mömmu hehe, fengur bara svona fjöldaframleidda dótabúðabúninga, reyndar sé hengu bara inní skáp, ekkert nýtt á þessum bæ hehe ....
Heppin þau að eiga þig :*

Augnablik said...

Hehe já Anna Dóra hárrétt til getið;)
Ég var síðan svo heppin að eiga þetta efni síðan fyrir nokkrum árum þegar ég ætlaði að sauma mér peysu með einhverju svona kanínuskinni á...gott að það varð ekkert úr því en samt soldið svipað;D
Já námskeiðið er þannig að gera aldrei neitt nema alveg á síðustu stundu, annað er jinks;)
Þau eru bara víst heppin Jólus, sjúhúúúklega heppin að eiga mömmuna þig ;*
Kossar,ást og glimmer
xxx