Thursday, December 31, 2009
Síðasti í 2009
Mér fannst jólatréð hennar Sölku eiga skilið plássið í síðustu færslu ársins.
Megi 2010 vera í stíl við það...litríkt, fallegt, skemmtilegt og sitthvað fleira óvænt líka***
Wednesday, December 30, 2009
Frostbit
Á þriðja degi jóla fórum við í sund í nístingskulda sem beit okkur ekki mjög í pottinum en beit svo miklu fastar niður við gaddfreðna tjörnina. Eftir á að hyggja var mér kaldara í fötum þann daginn.
Endur, svanir og aðrir ábúendur tjarnarinnar virtust ringluð yfir ástandinu og sprikluðu ýmist eins og sardínur í dós við brauðgjöf eða vöppuðu vandræðalega um hnausþykkt glerið.
Mér fannst svanirnir höndla þetta best en þeir eru líka uppáhalds.
Næst tökum við skauta.
Tuesday, December 29, 2009
Föndurstund
Frænkurnar fyrrnefndu gerðu meira en að klæða sig upp í fína búninga og leika helgilegan leik þegar þær stoppuðu yfir nótt.
Þær teiknuðu og máluðu bæði púða og piparkökur og skrifuðu uppskrift af jógúrtdrykk svo eitthvað sé nefnt.
Ég náði ekki að taka mynd af frænkupúðunum áður en þeir fóru heim til sín en þeir voru ómótstæðilega fagrir, trúið mér.
Monday, December 28, 2009
Pakk
Thursday, December 24, 2009
Tuesday, December 22, 2009
Verið óhrædd....
Tuesday, December 15, 2009
Subscribe to:
Posts (Atom)