Monday, October 27, 2008
Latur laugardagur
Áætlun dagsins var að taka ferjuna í Viðey en við söltuðum þá hugmynd þegar okkur var boðið í kaffi, bollur og súkkulaðiköku út á Álftanes. Ég held að það hafi verið betri hugmynd en ísköld eyjan. Salka lærði undirstöðuatriðin í prjóni hjá ömmu sinni. Hún bað mig svo aðeins að hjálpa sér en ég komst að því að það er best að láta sérfræðinginn um verkið.
Kjötsúpupartý í góðum félagsskap um kvöldið. Kjötsúpa og partý er nefninlega svooo 2009. Auk skemmtilegs fólks voru þar líka fallegustu græjur sem ég hef augum litið um ævina.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment