Tuesday, October 28, 2008

Gluggaveður






Í gær var gluggaveður og sólin skein svo fínt inn, hitaði mér og bjó til allskyns skugga.
Sólin gerði mig líka svo bjartsýna að ég ákvað að fara með 3 börn niður á tjörn að gefa öndunum 4 brauðsneiðar..já og þær urðu ekkert fleiri af því að andarbrauðið í bakaríinu var búið og bara allt brauð? Keypti 2 grjótharða kanelsnúða í staðinn.
Það var svooo kalt að ég varð eiginlega bara fegin að vera ekki með meira brauð. Gæsirnar og svanirnir, já og eiginlega bara öll tjörnin gerði aðsúg að okkur og ég þorði ekki annað en að stökkva upp á bekk með krakkana því ég mundi alltof vel eftir því þegar gömul gæs beit Sölku fyrir löngu. Salka hafði samt greinilega gleymt því og ögraði þeim með því að stökkva inn í miðjan hópinn þegar við vorum búin með brauðið og grínaðist með það að hún væri föst í gæsahring. Funi otaði meira að segja putanum sínum að þeim og skellihló. Greinilega eitthvað að rugla þeim við meinlausar dúfurnar í Baxe eða bara alveg klikk.
Sú eina sem hafði vit á að hræðast var Emilía og ég er heldur aldrei alveg örugg í kringum þessar tjarnargæsir. Reynslan hefur kennt okkur það.

No comments: