Friday, October 31, 2008
Augnayndi
3. dagur í veikindum litla mannsins, systir hans í vetrarfríi og við komumst ekkert út...vorkenni mér ekkert og hann er allur að hressast. Hún vorkenndi sér smá og ég vorkenndi honum fyrir að þurfa að hanga inni 3. daginn í röð. Ég veit ekki hverjum hann vorkenndi.
Salka lærði að teikna pálmatré og bát og ég skrapp í frábærlega jákvætt foreldraviðtal og sá þetta undursamlega slönguspil/ludo á meðan ég beið. Hvað ég vildi að ég ætti svona gersemi til að hengja upp á vegg á milli þess sem ég spilaði það daginn út og inn.
Rétt fyrir lokun var ég leyst af og skaust í Gyllta kisa og keypti ég mér 4 þverslaufur...möguleikarnir eru endalausir, madre mia!
Thursday, October 30, 2008
Funheitur hversdagsleiki
Wednesday, October 29, 2008
Tuesday, October 28, 2008
Gluggaveður
Í gær var gluggaveður og sólin skein svo fínt inn, hitaði mér og bjó til allskyns skugga.
Sólin gerði mig líka svo bjartsýna að ég ákvað að fara með 3 börn niður á tjörn að gefa öndunum 4 brauðsneiðar..já og þær urðu ekkert fleiri af því að andarbrauðið í bakaríinu var búið og bara allt brauð? Keypti 2 grjótharða kanelsnúða í staðinn.
Það var svooo kalt að ég varð eiginlega bara fegin að vera ekki með meira brauð. Gæsirnar og svanirnir, já og eiginlega bara öll tjörnin gerði aðsúg að okkur og ég þorði ekki annað en að stökkva upp á bekk með krakkana því ég mundi alltof vel eftir því þegar gömul gæs beit Sölku fyrir löngu. Salka hafði samt greinilega gleymt því og ögraði þeim með því að stökkva inn í miðjan hópinn þegar við vorum búin með brauðið og grínaðist með það að hún væri föst í gæsahring. Funi otaði meira að segja putanum sínum að þeim og skellihló. Greinilega eitthvað að rugla þeim við meinlausar dúfurnar í Baxe eða bara alveg klikk.
Sú eina sem hafði vit á að hræðast var Emilía og ég er heldur aldrei alveg örugg í kringum þessar tjarnargæsir. Reynslan hefur kennt okkur það.
Klassík
Monday, October 27, 2008
Latur laugardagur
Áætlun dagsins var að taka ferjuna í Viðey en við söltuðum þá hugmynd þegar okkur var boðið í kaffi, bollur og súkkulaðiköku út á Álftanes. Ég held að það hafi verið betri hugmynd en ísköld eyjan. Salka lærði undirstöðuatriðin í prjóni hjá ömmu sinni. Hún bað mig svo aðeins að hjálpa sér en ég komst að því að það er best að láta sérfræðinginn um verkið.
Kjötsúpupartý í góðum félagsskap um kvöldið. Kjötsúpa og partý er nefninlega svooo 2009. Auk skemmtilegs fólks voru þar líka fallegustu græjur sem ég hef augum litið um ævina.
Friday, October 24, 2008
Guðdómlegt!
Allir voru að saga og pússa þegar einn 7 ára sagði upp úr þurru: "Guð hvað er gaman í smíði"! og svo nokkru seinna "Guð hvað ég er að verða stoltur af mér"!
Guðdómleg týpa sem gerir allt svo gott.
Annað sem er gott...vetrarfrí mmm
Þetta er frábært:
http://www.designboom.com/weblog/cat/10/view/3381/recreating-childrens-drawing-by-yeondoo-jung.html
Wednesday, October 22, 2008
Laugardagur í afmæli
Fórum í 5 ára frænkuafmæli á laugardaginn.
Kakan vakti skiljanlega mikla lukku.
Eitthvað fyrir alla. Trampólín og kaka fyrir krakkana, gamalt útvarp og útsaumur fyrir mig...já og kaka líka.
Alltaf verið svo veik fyrir útsaumi, þó ég kunni ekkert fyrir mér sjálf.
Óvænt kvöldafmæli annarsstaðar..myndir þaðan annarsstaðar ;)
Monday, October 20, 2008
Meiri september...af því að það er október
Gistum eina nótt í sveitasælunni. Fundum teiknimyndasveppi, fullt af bláberjum (þó það væri komið fram í september), ég fann líka gamla dúkku sem ég bjargaði úr höndum óvita. Klæddi hana í heklaðan kjól og skellti í myndatöku...en ekki hvað?
Enduðum á nýbökuðum vöfflum með nýtýndum berjum og fuuullt af rjóma, líka í kaffið.
Friday, October 17, 2008
Á hjóli í september
Subscribe to:
Posts (Atom)