Tuesday, March 29, 2011
Mjög svo
Laugardagsspók í vorveðrinu, kaffi, marsipan, fínir gluggar, hamborgarar, tónleikar með skemmtilegustu hljómsveit heims, vinir, allskonar fólk, bjórmiðar,ristað brauð, kókómjólk og meira marsipan.
Mjög svo gott og gaman.
Thursday, March 24, 2011
Til fyrirmyndar
Prófaði Laundromat ásamt góðvinum um daginn og það lofar mjög svo góðu.
Ég kem aftur, jafnvel aftur og aftur.
Tuesday, March 22, 2011
Fóðurhornið
Ég rakst á uppskrift að einhverju sem lítur út eins og lúxusfuglafóður, nema fyrir menn og mátti til með að prófa að hræra í svona fínar frækökur. Þær smakkast mjög vel þó mér finnist pínu skinkumegrunarlegt að vera kommenta á eina og hálfa matskeið af smjöri í uppskriftinni...ég fæ mér svoleiðis á brauð. Ég bætti svo við trönuberjum því mér finnst þau góð og falleg.
Þessi fjólubláa möndlumjólk er líka ótrúlega ljúffeng og maður breytist í fjólubláan Ben 10 kall ef maður drekkur hana.
Ókei bæ*
Saturday, March 19, 2011
Barabingbarabúmm!
Wednesday, March 16, 2011
Graff og gluggagluð
Á stefnumóti mínu við nokkra góðvini komum við auga á svo fallegt prjónagraff sem ég mátti til með að mynda í bland við fína glugga.
Monday, March 14, 2011
Loksins
Sunday, March 13, 2011
Thursday, March 10, 2011
Goth og vöðvar
Allt eftir pöntun á þessum öskudegi.
Dóttir vildi vera norn og ég gerði mitt besta við að uppfylla þá ósk. Hún lifði sig einstaklega vel inn í hryllingsnornabarnið og passaði sig að halda sér í karakter á flestum myndum...ég þyrfti kannski að redda skósíðum leðurfrakka?
Ég var búin að stinga upp á ófáum búningum við drenginn þegar hann spurði sakleysislega hvort hann mætti ekki vera neitt sem hann langaði. Jú auðvitað og hvað er það? Spidermonkey! Já ókei þá.
Það er ýkt gaman að sauma vöðva á stökkbreyttan kóngulóarapa!
Subscribe to:
Posts (Atom)