Tuesday, September 28, 2010
Nr. 30 grunnlitir + grænn
Vika 30 og haustið margbreytilega.
Ég panika alltaf smá þegar vindurinn feykir laufunum af trjánum og ég sé umhverfið verða allsberara með hverjum degi sem líður.
Haustið er samt vinur minn og mér finnst eins og litla barnið taki hringspörk og heljarstökk í bumbunni.
Monday, September 27, 2010
Undraland
Hvað ég dýrka barnaherbergi.
Þau eru langoftast aðeins hressari, litríkari og ævintýralegri en hin herbergin í húsinu.
Fleiri myndir hér.
Friday, September 24, 2010
Smartheit
Fékk að kíkja í fataskáp Kristínar Maríellu einn ljúfan dag í september.
Hæfileikarík og smart stelpa þar á ferð.
Sjáið meira hér.
Wednesday, September 22, 2010
Nr. 29 og árstíðir
Vika 29 og haustið.
Hreyfðar myndir af því að birtan var eiginlega búin þann daginn og gular af því að þær eru inni...kannski það sem koma skal með lækkandi sól.
Mér finnst svolítið fyndið (og pínu fílslegt) að hugsa til þess að ég næ að vera ólétt allar árstíðirnar: vorið fyrst, svo sumarið, haustið og veturinn*
Skrepp
Ég var svo heppin að fá að skjótast til Stokkhólms um helgina.
Aldrei farið til Svíðþjóðar og aldrei verið svona stutt í útlöndum.
Það var yndi. Fékk fylgdarsvein með mér í flug, hitti ástmann minn á viðkomustað og líka vinkonu í fljótandi ostaköku, sá fínar búðir, verslaði dulítið, fékk valkvíða inni í drauma búð, gekk mér nánast til óbóta og át, drakk og skoðaði mér til gleði og skemmtunar.
Ég kem tvímælalaust aftur.
Eins gott að ég tók með mér 3 myndavélar og tók 9 myndir af því sem fyrir augu bar*
Tuesday, September 21, 2010
Subscribe to:
Posts (Atom)