Thursday, July 29, 2010
Nr. 21 og handgerðar hugsanir
Vika 21.
Fyrir ekki svo löngu en samt svolítið löngu kenndi tengdamóðir mín mér að hekla.
Fyrst virtist það svo flókið en þegar ég loks náði taktinum greip mig örlítil heklmanía og úr varð teppi. Teppi sem ég ætlaði að gefa einhverjum velvöldum en fékk mig svo ekki til þess...sveinsstykki mitt í hekli og ég bast því óvart tillfinningarböndum.Ég ákvað því að bíða þar til ég þyrfti jafnvel að nota það. Lævís.
Plön um karrígula prjónapeysu og brúnar buxur þegar hafnar.
Api litli verður litríkur köttur*
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
12 comments:
ótrúlega er þetta fínn kjóll og ótrúlega vex mallinn..sætt:) ég kann ekki að hekla, heppin ert þú að hafa lært það frá tengdamömmu.
Ég ætlaði að prjóna flík á barn bróður míns til að gefa því þegar ég hitti hana fyrst, en ég er ekki enn byrjuð..þar sem ég kann bara að prjóna eitthvað beint..eins og trefil. Ég ætti kannski ekkert að auglýsa þau feiluðu plön hér á netinu, en ég lofa að stúlkan litla fær margt gott og fallegt frá stóru frænku enga að síður:) jafnvel fallegra en ef ég reyndi að gera það sjálf haha
Fallegt teppi hjá þér! :-)
Takk fyrir*
Ég miklaði heklið mjög mikið fyrir mér en svo varð ég alveg sjúk í það.
Svo prjóna eiginlega alltaf á mjög einfaldan hátt og treflar eru klassík;)
Elska teppið þitt. Meira en malt og appelsín.
Takk ljúflingur og ég þig meira en súkkulaði og jarðaber*
Teppið er æði :) Rosalega fallegir litir saman. Ég hef það á tilfinningunni að hún Ásgerður vinkona mín ætli að læra að hekla og hekla svona fyrir mig. Mér finnst það einhvern veginn ;) Bumban þín er líka orðin svakalega fín! Gaman að fylgjast með þessu.
Takk Viktoría mín*
Jú mér heyrðist það einmitt á henni...bíddu spennt;)
Dásamleg að vanda ***
Hlakka svo mikið til að hitta þig og bumbast saman í allt haust og + ;)
...og yndislegt teppið mega öfund á þig að vera svona klár í heklinu!
knús og koss
Seli
Fallega fallega vinkona. Teppið er að sjálfsögðu jafn hlýtt og fagurt og þú sjálf :)
Við eigum eftir að vambast saman fram á vetur pældu í því!;)
Takk annars fyrir fögur orð góðu***
Þú ert svooo falleg með bumbuna þína elsku Kolmundur..
Og þetta teppi slær öll met í fegurð, svo mikið þú!
Það verður gaman að sjá nýjasta snúðinn umvafinn því og í karrýgulbrúna dressinu :)
Knús frá Riga, Harpi
Takk Hörður minn góður*
Já ég er eins og opin bók þegar kemur að litasamsetningu...næst fleppa ég eitthvað ótrúlegt fram úr erminni;)
Ekki seinna vænna að hefjast handa við karrý dressið þar sem ég er ekki sú sneggsta í bransanum*
xxx
Post a Comment