Tuesday, July 13, 2010

Nr. 19 sloppatal og tombóla




Vika 19.
Þegar bróðir minn fæddist árið 1974, bað mamma pabba að koma með slopp á fæðingardeildina. Þá lágu konur lengur inni og klæddust fæðingasloppum. Mamma gerði ráð fyrir síðum frotteslopp en pabbi kom með þennan hressilega stutta slopp sem mér finnst svo fínn að ég ætla að nota hann sem jakka. Synd að klæðast honum eingöngu heimavið.
Í gær gengu krakkarnir og vinkona í hús og söfnuðu dóti á tombólu til kl. tíu um kveldið (íslenskt sumar).
Í dag seldu þau svo fíneríið til styrktar Rauða krossinum og voru krúttlegri en orð fá líst*

10 comments:

Anonymous said...

geggjaður sloppur, hann var greinilega smekkmaður!
Þessa bumba þín er svo æðifögur að ég bara missi alltaf andann þegar ég sé þig á fínu myndunum þínum!

...fer samt ekki ofan af því að mín sé jafn stór ef ekki stærri (sönnunargagn í nýjasta albúmi hjá tönju ;)

knúsar á ykkur á Ísalandinu góða :*

Senjor Seli

Ása Ottesen said...

Snilldar Sloppur :) Svo fínir litir í honum :)

Pabbi þinn alveg með þetta.

xx

Augnablik said...

Hah já tvímælalaust,þó svo að móðir mín hafi kannski ekki verið sammála akkúrat þá;)
Hún notaði sloppinn samt mjög mikið og ég er fegin að hann er ekki skósíður frottesloppur því þá gæti ég ekki farið í honum út...eða hvað?

Isss þú ert ekki nálægt því að vera jafn eða stærri en auðvitað sjúklega falleg eins og alltaf***

wardobe wonderland said...

töff sloppur =) og sæt kúlan þín!

Augnablik said...

Takk;)

Lára said...

Sammála Selmu og hinum með fegðurð sloppsins og bumbunnar..
Sammála Kollu um að bumban hennar sé örlítið stærri.. allavega ekki jafn stór og alls ekki stærri..
Báðar eru þær alveg sérlega krúttlegar enda þið born to have baby í maga.

Augnablik said...

Takk Lára mín og játs ég er tvímælalaust stærri...eins og vera ber;)
xxx

Fjóla said...

VÁ, ekkert smá geggjaður sloppur, eða jakki :) Litríkur eins og þú :)

Man hvað það var gaman að tambólast, syni mínum finnst það bara stelpulegt og asnalegt svo ég bíð spennt eftir að dóttirin fái tombóluáhuga :)

Skelli dúskakommentinu bara hérna með, þetta er algjör SNILLD þetta dúskamen/trefill, alveg á hreinu að maður skellir sér í svona framleiðslu :)
xxx

Anonymous said...

Æðislegur sloppur og litríkur, fer svona fallegri bumbu líka svo einstaklega vel. Skósíður hefði verið aðeins of mikið af því góða fyrir mig enda ótrúlega lítið fyrir skósíða sloppa.. eða bara sloppa yfir höfuð hihi
Endlaust gaman og ómetanlegt fyrir svona útlandapésa að fá fylgjast með bumbunni blómstra á myndum. Takk Kolli og takk internet, knús Harpi ;)

Augnablik said...

Takk, mér finnst líka svo vænt um hann*

Iss tombólur eru ekkert bara fyrir stelpur...spurðu bara Funa hehe en já þú getur farið að hlakka til því ég hef sjaldan séð annan eins áhuga og metnað;)

Gaman að þér finnst gaman Harpi,mér finnst þú líka svo gaman;)
xxx