Friday, July 9, 2010
Nr. 18 köflótt og fjögurra blaða smári
Vika 18 og rúmlega það.
Mér finnst ég finna meiri hreyfingar með hverjum degi en þær eru dempaðri heldur en með hina apana vegna þess að fylgjan er framan á og virkar sem stuðpúði. Dýrka að finna pot og pikk.
Um daginn fann ég líka fjögurra blaða smára í fyrsta sinn í lífinu og það þótti mér magnað og merkilegt*
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
14 comments:
Til hamingju kæraKolla!!! rosalega eru þetta fallegar myndir af þér og íbúanum ♥
Takk elsku Klara mín og falleg síðan þín***
Svo þetta var sönn saga ! Fjögurra blaða smárinn verð að veruleika, til lukku :)
xoxo
Þú ert svo falleg með bumbuna fínu, rosa flottar myndir. Knús Ábba
Jább dagsönn saga og ég varð svo himinlifandi!
Takk Ábbulingurinn minn, mér finnst ofsa gaman að vera með vömb;)
xxx
Ótrúlega ertu fögur með bumbus elsku Kolla.. eins og ávallt. Ferð þér einstaklega vel að vera ólétt.
Rúmlega 18 vikur, sem þýðir að það er að verða ansi stutt í að þið farið að kíkja á krúttið.. Krúttína eða Krútti... SPENNÓÓÓÓÓ!!!!!
Elska síðuna þína, hún er svo bjútífúl.
Ætla að taka þig til fyrirmyndar og blogga pínu pons frá útlöndum, byrja strax á morgun ;)
Sumarsólskinskveðjur frá Riga,
Harpi
Þú ert ótrúlega sæt svona ólétt! Mér finnst þetta líða svo fljótt hjá þér, ég er alltaf jafn hissa þegar það kemur ný vika inn! Til hamingju með fjögurra blaða smárann. Þú veist hvað þetta þýðir - endalaus heppni og hamingja!;)
Vá hvað þú lítur vel út Kollulingurinn minn!
og smart og lekker að sjálfsögðu ;)
...hins vegar get ég næstum lofað þér því að ég er búin að bumbuná þér úff, ekki alveg málið þegar þú ert í 3v+ :S
spánarknúsar
Selskinnið
Þið eruð svo góðar og fallegar við mig...takk*
Já nú styttist í að við kíkjum;)
Mér lízt annars sjúklega vel á Rigablogg og verð daglegur gestur!
Ég vona svo sannarlega að hann merki endemis leikandi lukku og ef það líður hratt hjá mér þá veistu hvern það styttist líka íhíhí;)
Uss trúi því nú tæplega Seli minn góður en hafðu það sem allra best í sólarsælunni****
ég hef aldrei fundið fjögurra blaða smára..og ég HEF brotið spegil..hmmmmmm haha
krúttleg ertu:) átt líka ótrúlega fína skó eins og margir eiga, kaupfélagið? mjög fínir..langar í aðra þaðan sem eru til í stærð fyrir neðan og ofan mig en ekki minni..dem svona reimaðir wedges en bara svartir frekar plain og á aðeins lægri botni
Hah kemuru ekki bara út á sléttu lukkulega séð?;)
Júbb úr Kaupfélaginu,ofsa þæjó og góðir...hinir hljóma líka mjög vel*
Alltaf svo fagrar myndir af bumbunni þinni og þú svo lekkert alveg hreint.
Alltaf gaman þegar það kemur ný vika inn enda fer þetta "ástand" þér svo vel.
Takk lára mín;)
xxx
haha, hefði frekar haldið miðað við goðsagnir að ég væri í mínus..en ég er samt voðalega heppin finnst mér, svona oftast:) allavega 12 júlí, þegar litla prinsessa bróður míns fæddist og var allt sem ég hafði óskað mér og svo mikið meira:)
Post a Comment