Sunday, July 25, 2010

Hetjudáð í kanínulandi....


















Einn blíðviðris dag í Elliðaárdalnum.
Þegar við hittum fullt af kanínum og Salka bjargaði pínulitlum kanínuunga úr mávaklóm og við borðuðum nesti við árbakkann og dýfðu tánum ofaní og Salka teiknaði upp afmæliskökuna sína og skrifaði smásögu um kanínurnar og við hjóluðum og allt var svo útlenskt og fólk baðaði sig í ánni og veiddi í henni líka og Salka lék listir sínar á yfirgefnu trampólíni utan lóðarmarka....það var mjög svo góður dagur.

7 comments:

Fjóla said...

Hún dóttir ykkar er náttúrulega bara dásemdin ein. Mjög falleg hetja og falleg hetjusaga sem hún samdi :)

xoxo

Ása Ottesen said...

Hehehe..Dúllulega sagan hennar. Sjá þessi kanínurassgöt. Það minnir mig á að ég þarf að fara eins og skot upp í kópavog og gefa skugga kanínustrák að borða :)

Augnablik said...

Híhí já hún er algjör moli*
Og þessar kanínur eru nú eitt það krúttlegasta sem til er...já ekki gleyma Skugga litla kanínustrák;)
xxx

ólöf said...

ég elska Elliðárdalinn á sumrin og allar kanínurnar. Þessi kanína sem dóttir þín krúttið hélt á hef ég þegar skýrt KRing, eins og ég skýri öll dýr sem bera svarta og hvíta litinn haha..hún er flott. Sæt smásaga, falleg náttúra og yndisleg fjölskylda;)

Augnablik said...

Já mér fannst hún líka pínu sjóræningjaleg með leppinn sinn..góð regla að skíra öll dýr, sonur minn kallar t.d eiginlega allar flugur herra Níels;)

ólöf said...

haha mér lýst vel á það..herra Níels er ekki slæmt nafn. Apabangsinn minn hét það, ég var ekki frumlegri en að herma eftir Línu apa, það er mikið flottara að kalla flugur eftir apanum klára:)

annars þetta með KR hefur fylgt mér síðan ég var lítil, þá hétu sko mörg lömb og margar kanínur KR eða KRingur

The AstroCat said...

ooo man þegar ég átti litla sæta kanínu :)

Svo gaman af þessum dýrum sérstaklega þegar þær eru viltar.