Friday, February 19, 2010

"Þú gerir það ekki."...















Mér finnst ég verða að sýna hvað krakkarnir í skólanum voru sniðugir í búningavali.
Þessi eru öll heimatilbúin en það var líka fullt sniðugt í viðbót sem ég náði ekki að mynda.
Salka hafði miklar áhyggjur af búningavali mínu en mér fannst liggja beinast við að nota blettatígurskjólinn í " sterkasti maður í heimi í sirkus (eins og í Línu langsokk) búning".
Henni fannst það hræðileg hugmynd og sagði að allir myndu hlæja að mér...ég var sko bæði með skegg og bumbu. "Nei ,mamma þú gerir það ekki" sagði hún hlæjandi nokkrum sinnum með mismunandi áherslum og bætti svo við, "þá verður þú sko ekki mamma mín á morgun" og hló svo ennþá meira. Ég íhugaði að skipta um skoðun.
Það var á Bolludaginn.
Þegar ég kom að sækja hana í skólann á Sprengidaginn hélt hún áfram:"Mamma þú ferð ekki eins og einhver kall í skólann þinn á morgun"
Ég: "Jú,jú það er bara fyndið og skemmtilegt"
Hún: "Nei þú gerir það ekki" ennþá hlæjandi en samt ekki...ég sá að henni var alvara.
Ég: "Hva ,það er ekki eins og ég verði í skólanum þínum í búningnum og pabbi fer með þig í skólann á morgun".
Hún: Með vísifingurinn á lofti"Ókei,þú looofar að koma ekki að sækja mig í honum"
Ég: "Ókei ,ég lofa"
Þegar við klæddum okkur um morguninn trúði hún ekki að ég ætlaði að láta verða af þessu..."þú ert alveg rugluð að ætla að vera svona" en samt hlæjandi...sem betur fer.
Hún flytur að heiman 8 ára.

Ó já og þetta er orðið svona búningablogg.
Ég get ekkert að því gert hvað ég er töff

5 comments:

Fjóla said...

Já, svei mér þá ef hún flytur ekki bara að heiman átta ára þessi veraldavana Salka :D En þú varst nú þokkalega svalur sterkur tígris kall :D Og ekkert smá flottir búningar hjá þessum krökkum, allt lagt í þetta sé ég :D
Og þetta má vera búningablogg, ég meina, öskudagurinn er bara einu sinni á ári og þá Á að vera mikið húbbla í kringum hann :D
xoxo

Lára said...

Ef maður skoðar færsluna fyrir neðan þessa þá veit maður að hún mun aldrei flytja að heiman..
Hver myndi flytja frá móður sem leggur svona mikið í búninga og annað föndur og dúllerí.. uuu enginn...

Augnablik said...

Hehe...já mér fannst svo mikið til búningana koma...Spa konan fannst mér svo fín og Frelsisstyttan og bara svo mikið fínt út um allt.
Meira búningablogg á næsta ári...en ég lofa engu*

Tja ég veit nú ekki með það, ég myndi þiggja einhverstaðar mitt á milli átta ára og aldrei;)
xxx

Áslaug Íris said...

Æðislegir búningar hjá krökkunum og alveg sérstaklega flottur kraftakallinn í tígrisfeldinum :)
Maður getur nú held ég varla fengið leið á búningabloggi að minnsta kosti ekki séð í gegnum þína linsu.
knús,
Áslaug

Augnablik said...

Takk Áslaug mín en ég vona að ég hafi upp á meira að bjóða;)
kossar
*****