
Dóttir góð á það til að spá og spekúlera um lífið og tilveruna...eiginlega bara mjög mikið.
Um daginn var hún að tala við pabba sinn og segir: "Hvernig ER lífið...hvernig byrjar lífið? Er allt svart eða byrjar maður dáinn og lifnar síðan við eða?" Hvað gerist þegar maður deyr, verður allt svart eða fer maður til himna og verður með englunum og Guði"?
Pabbinn: "Jaaa, það veit enginn alveg hvað gerist þegar maður deyr".
S: Jú tveir...Guð og Jesú.
Það er eitthvað svo einfalt og fallegt við barnatrúnna.
Eitthvað sem ég vildi að maður gæti haldið í alltaf.
En ekkert er eilíft og alltaf bætast nýjir englar við.
Svo mikið vitum við.