Saturday, February 28, 2009

Markaðsmál








Mig dreymir um djúsí markað með dásamlegu góssi, krípí og fallegum dúkkum,hnöttum og gömlum ritvélum...langar svo í ritvél. Ef einhver lumar á svoleiðis sem hann vill losna við þá má hann selja mér hana, nú eða gefa ef hann endilega vill.;)

Wednesday, February 25, 2009

Átján bræður?






Í dag er fyrsti dagur nýs árs í Tíbet.
Í dag er líka öskudagur og því tvöföld ástæða til að fagna.
Það er sagt að öskudagur eigi sér átján bræður og þess vegna gæti verið von á kulda og frosti víðs vegar um land næstu 18 daga? (þessi fróðleikur er í boði 10 frétta..eins og ég kann annars illa við þær).
Salka var löngu búin að ákveða að vera indversk og mjög þægilegt að redda því. Litli vildi ekkert gefa uppi um hvað hann ætlaði að vera enda ekki alveg með á öskudagsnótunum.
Tók því skyndiákvörðun um að láta verða af ljónabúningi rétt fyrir svefninn. Mér til mikillar furðu fékkst hann til að klæðast honum...með mjög sannfærandi mótmælum fyrst en svo ætlaði ég ekki að ná honum úr aftur.
Hjúkket og jess!!

Tuesday, February 24, 2009

Bolla,bolla,bolla....





Að vera kölluð Kolla bolla er brandari sem er löngu orðin klassík.
Bollumatur hjá mömmu á bolludaginn.
5 frænkur og einn frændi. Allir fengu æfingaöskudagsandlitsmálningu, kjötbollur og svo fuuult af rjómabollum. Bollaði á mig gat. Mér finnst bollur með rommbúðingi bestar. Hvað eru margar bollur í því?

Monday, February 23, 2009

Lovlí


Tjillaður konudagur.
Svaf leengi,fékk blóm, bjuggum til bollur, saumaði smá,hékk heimavið og fór í langan göngutúr.
Lovlí.

Saturday, February 21, 2009

Sami dagur..bara öðruvísi




Í dag var rigning og rok.
Á sama degi fyrir ári síðan horfði ég á blómstrandi tré, fallega hurð, græn tré, labbaði þröngar götur og falleg torg, fór á róló á peysunni og keypti mér brúðhjón.
Dagurinn í dag var líka góður..bara öðruvísi.

Thursday, February 19, 2009

Bara...








...svona eitthvað.
Mér hefur alltaf fundist hnettir, fuglar, palíettur,box, hestar og blúndur passa svo vel saman.

Tuesday, February 17, 2009

Poturinn og pannan







Af því að snjórinn er farinn og ég er hætt að þurfa taka sængina með mér hvert sem ég fer.Einmitt þess vegna fann ég blómstrandi hluti í eldhúsinu.
Ég gæti hugsanlega lært að elda í svona pottum...ef ekki þessum þá engum.
Þangað til drekk ég te og geymi kaffið spari.

Monday, February 16, 2009

Heppin!







Elías bangsi átti í þykjó afmæli í gær.
þegar ég fór á fætur var mamma hans búin að pakka svo fínt inn fyrir hann gjöfum að ég ákvað að taka þátt í gleðinni og skellti restinni af frostnu kökunum í ofn.
Eins vemmilega og það gæti hljómað þá var svaka stuð í afmælinu..afmælissöngurinn sunginn og einn fór hjá sér eins og lög gera ráð fyrir, blásið á kertin, pakkarnir opnaðir og meira að segja boðið upp á andlitsmálningu..össss!
Það þarf svo ekkert að minna mig á hversu oft ég hef myndað möffinsform..þau eru bara svooo faggleg á litinn!

Saturday, February 14, 2009

Rokkandi rómantík á rósrauðu skýi...í sleik













Sorrý...var bara að prófa mig áfram í löngum titli á ógisslega kúl unglingabók.
14 myndir í tilefni 14.febrúar sem var ekkert rómantískari en aðrir dagar. Fíla það.
Fórum á heimsdag barna (hvorki meira né minna) í Gerðubergi. Þar var hægt að skoða og bralla ýmislegt í tilefni vetrarhátíðar og jú heimsdags barna.
Litli fékk svo að hjálpa pabba sínum við matargerðina og það var reyndar frekar rómantískt móment.
Ég styð ást alla daga.