Einn af hápunktum ágústmánaðar var gönguferð um Laugaveginn.
Gönguferðina bar upp á 10 ára afmæli dóttur minnar sem gerði það að verkum að ég efaðist um það hvort ég léti verða af henni.
Eftir viðræður við dóttur og hugsanir fram og aftur sló ég til og sá alls ekki eftir því.
Ógleymanlegt í alla staði og miklu skemmtilegra en ég gerði mér í hugarlund.
Sunday, September 22, 2013
Wednesday, September 11, 2013
10
10 ára afmælisfögnuður dóttur fór fram viku eftir afmælið hennar í ágúst og við vorum svo heppin að fá um það bil eina sólskinsdaginn þann mánuðinn.
Afmæliskakan er alltaf sú sama nema í mismunandi þema hverju sinni. Fuglaþemað hefur að vísu verið frekar mikið notað í gegnum tíðina í formi svans, krumma, flamingo, páfugls og nú uglu. Spurning um að reyna við hrossagauk eða tjald á næstu árum.Gestir voru til fyrirmyndar í alla staði en afmælisbarnið er farið að vilja tóna sig örlítið niður í afmælisleikjum æstu móður sinnar. Pakkaleikur og húllakeppni sluppu í gegn að þessu sinni, ásamt grasæfingum með frjálsri aðferð.
Friday, September 6, 2013
Aftur og alltaf
Sundmyndir sem ég er alltaf að setja inn...aftur og aftur.
Mér þykir vænt um þær allar, kannski af því að ég veit söguna á bak við þær.
Fastagesti morgunsins, spjallið, glensið, kaffisopinn, stressið við að særa ekki blygðunarkennd eins né neins, þegar ég var skömmuð og þegar mér var sagt að hafa engar áhyggjur, þegar mér fannst ekkert ganga upp og grenjaði, þegar mér fannst allt ganga upp, skiptin sem ég fór og tók engar myndir en hlustaði og fyldist með.
Alltaf gefandi og lærdómsríkt.
Mér þykir vænt um þær allar, kannski af því að ég veit söguna á bak við þær.
Fastagesti morgunsins, spjallið, glensið, kaffisopinn, stressið við að særa ekki blygðunarkennd eins né neins, þegar ég var skömmuð og þegar mér var sagt að hafa engar áhyggjur, þegar mér fannst ekkert ganga upp og grenjaði, þegar mér fannst allt ganga upp, skiptin sem ég fór og tók engar myndir en hlustaði og fyldist með.
Alltaf gefandi og lærdómsríkt.
Friday, August 30, 2013
Gamalt og útrunnið

Meiri sumar-Búðir hér og hér
Wednesday, August 28, 2013
Tuesday, August 27, 2013
Þurrt að kalla...
Í einskærri gleðivímu yfir því að það hafði verið þurrt í rúma klukkustund í gærkvöldið, ákvað ég að halda upp á tímamótin með því að skella sængunum út á svalir til viðrunar. Til þess eins að láta rigna á þær nokkrum mínútum síðar og gleyma þeim of lengi og sofa með teppi en ekki nýviðraða sæng og sparka í svalahurðina einmitt þess vegna eða af því að ég þurfti að opna hana fast með fætinum.
Þá þurfti ég aðeins að rifja upp góðar stundir hér og þar, með íslenska fánanum og allt.
Monday, August 26, 2013
Subscribe to:
Posts (Atom)