Wednesday, September 11, 2013

10

10 ára afmælisfögnuður dóttur fór fram viku eftir afmælið hennar í ágúst og við vorum svo heppin að fá um það bil eina sólskinsdaginn þann mánuðinn.
Afmæliskakan er alltaf sú sama nema í mismunandi þema hverju sinni. Fuglaþemað hefur að vísu verið frekar mikið notað í gegnum tíðina í formi svans, krumma, flamingo, páfugls og nú uglu. Spurning um að reyna við hrossagauk eða tjald á næstu árum.
Gestir voru til fyrirmyndar í alla staði en afmælisbarnið er farið að vilja tóna sig örlítið niður í afmælisleikjum æstu móður sinnar. Pakkaleikur og húllakeppni sluppu í gegn að þessu sinni, ásamt grasæfingum með frjálsri aðferð.

No comments: