Í einskærri gleðivímu yfir því að það hafði verið þurrt í rúma klukkustund í gærkvöldið, ákvað ég að halda upp á tímamótin með því að skella sængunum út á svalir til viðrunar. Til þess eins að láta rigna á þær nokkrum mínútum síðar og gleyma þeim of lengi og sofa með teppi en ekki nýviðraða sæng og sparka í svalahurðina einmitt þess vegna eða af því að ég þurfti að opna hana fast með fætinum.
Þá þurfti ég aðeins að rifja upp góðar stundir hér og þar, með íslenska fánanum og allt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Alltaf svo fallegar myndirnar þínar!
Og skemmtilegar frásagnirnar líka :-)
Kærar þakkir*
Post a Comment