Monday, December 31, 2012
Rangur misskilningur
Hreindýrahjörðin sem ég hélt að væri að finna í Húsdýragarðinum reyndist vera ein Regína.
Ég held því fram að ég hafi náð einstöku augnabliki með henni þegar við horfðumst djúpt í augu.
Hreindýrahvíslari kannski úr því að það eru engir höfrungar á Íslandi.
Ég held því fram að ég hafi náð einstöku augnabliki með henni þegar við horfðumst djúpt í augu.
Hreindýrahvíslari kannski úr því að það eru engir höfrungar á Íslandi.
Loðið
Það virðist hafa verið smá snjór í byrjun desember þó að ég hafi eiginlega verið búin að gleyma því.
Saturday, December 15, 2012
Verði stuð
Wednesday, December 5, 2012
Uppblásið punt og prjál
Ég dröslaðist með þennan appelsínugula uppblásna asna yfir hafið.
Ég dýrka allskonar skraut og grímur enda nafn yngsta barnsins dregið af þeim (nokkurn veginn án þess að hafa spurt Eið Guðnason).
Það eru annars engin takmörk fyrir því hvað svona kallar til að leika með í kalló geta verið frábærlega lúðalegir.Hárgreiðslan, dressin og allt heila klabbið kallar á myndaþátt.
Æsispennandi,ég veit!
Ég dýrka allskonar skraut og grímur enda nafn yngsta barnsins dregið af þeim (nokkurn veginn án þess að hafa spurt Eið Guðnason).
Það eru annars engin takmörk fyrir því hvað svona kallar til að leika með í kalló geta verið frábærlega lúðalegir.Hárgreiðslan, dressin og allt heila klabbið kallar á myndaþátt.
Æsispennandi,ég veit!
Wednesday, November 28, 2012
Náttúrulega
Miðjubarnið hefur var hirðmódel hjá mér í haust.
Elsta tók það ekki í mál af því ég er svo lengi að taka mynd og yngsti er of óútreiknanlegur fyrir filmu.Það er sko enginn dans á rósum að vera módel og ævintýraferðirnar stóðu yfirleitt ekki undir væntingum ofurhugans.
Hann mun líklega þurfa að ræða þetta eitthvað í framtíðinni.
Elsta tók það ekki í mál af því ég er svo lengi að taka mynd og yngsti er of óútreiknanlegur fyrir filmu.Það er sko enginn dans á rósum að vera módel og ævintýraferðirnar stóðu yfirleitt ekki undir væntingum ofurhugans.
Hann mun líklega þurfa að ræða þetta eitthvað í framtíðinni.
Monday, November 26, 2012
Framtíðin
Fyrsta bekkjarafmæli fyrsta sonar fór vel fram. Fyrirmyndar gestir sem fóru í leiki, dönsuðu og gáfu heimagerð kort frá hjartanu. Fyrirmyndarmannverur framtíðarinnar.
Thursday, November 22, 2012
Mjá
Ekki bara sjálfsmyndir í skóginum. Líka einhverskonar innsetningar...ég verð að fara að stofna gjörningaklúbb undireins.
Sunday, November 18, 2012
Alltaf
6 ár síðan ég sá hann fyrst en mér finnst hann alltaf hafa verið til...ég hef sagt það áður en það er alveg satt.
Ómissandi.
Subscribe to:
Posts (Atom)